Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 141
EINAR Á REYKJARHÓLl
maður, gekk í eina sæng með konu jafngamalli, er eigi hafði fyrr búið
í hjúskap, Jórunni Björnsdóttur, bónda í Víðimýrarseli, Finnbogasonar.
Var þá kveðið erindi í Passíusálmastíl og eigna flestir Einari, en
sumir Andrési Björnssyni, og kunna báðir að eiga hlut í:
Enginn örvænta skyldi,
út þó að gangi seint;
söm er mannanna mildi,
margt hafði Jórunn reynt.
Piparinn prúðan eygði
Pétur og komst þá við.
Þar að sitt höfuð hneigði
heiðarlegt góðmennið.
Pétur tók við öllum forráðum á Reykjarhóli árið, sem hann kvænt-
ist, og er Einar þá, í sóknarmannatali, sagður „á vegum bónda." Hann
taldist þó réttur ábúandi til fardaga 1908, enda skráður bóndi á
Reykjarhóli í afgjaldaskrá umboðsins í desember 1908, en á því ári
var jörðin seld, og að forminu til Einari, þótt Pétur stæði á bak við
kaupin. Reykjarhóll var seldur samkvæmt lögum, sem sett höfðu verið
árið 1905 um sölu þjóðjarða. Þar er kveðið svo á, að ráðherra íslands sé
heimilt að selja „ábúendum, er á þjóðjörð sitja, ábýli sín." Nú var það
Einar, sem hafði byggingarbréfið fyrir Reykjarhóli, og hefur hann því
viljað greiða götu Péturs með því að kaupa fyrst jörðina sjálfur, svo
allt gengi snurðulaust að lögformi. Og var Reykjarhóll afsalaður
Einari með bréfi frá stjórnarráðinu 24. október 1908, frá fardögum
þess árs að telja. Fækkaði nú þjóðjörðum í sýslunni, voru ekki orðnar
nema 31 árið 1914.
Nokkru fyrr en Reykjarhóll var seldur, höfðu menn fest augun á,
hvílík kostajörð hann var sökum jarðhitans. Svonefnd Reykjarhólslaug
austan í hólnum hafði verið notuð til þvotta kynslóð fram af kynslóð
og þangað sótt frá mörgum bæjum. En nú fór að nýr tími. Þann 4.
febrúar 1904 var stofnað á fundi í Geldingaholti Garðyrkjufélag
Seyluhrepps, að hvömm Sigurðar skólastjóra á Hólum, en fyrir for-
göngu Þorvalds bónda á Víðimýri og Christians Popp, kaupmanns á
139