Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 144
SKAGFIRÐINGABÓK
IX.
Þegar Einax á Reykjarhóli kvaddi þennan heim, lifði í
Skagafirði vestanverðum fjöldi vísna, sem hann hafði látið fjúka við
alls konar tækifæri. Furðumargar þeirra hafa varðveitzt fram á þann
dag í dag. Afmr verður ekki séð, að Einar hafi kveðið ljóðabréf, bænda-
eða bæjavísur, eins og margur hagyrðingurinn um hans daga, hvað þá
rímur.
í dóti Einars, að honum látnum, kom upp vasakompa með kveð-
skap eftir hann í eiginhandarriti. Maður sá, er syrpuna eignaðist, leit
á hana sem ónýti og kastaði henni í eldinn. Fór þar frumheimildin að
bragsmíði Einars og sjálfsagt eitthvað, sem fyrir vikið glataðist með
öllu. Var þetta þeim mun slysalegra fyrir þá sök, að engin uppskrift
af vísum hans er til frá svipuðum tíma, þær voru ekki skráðar, fyrr en
þær höfðu gengizt ýmislega í munni.
Vísnasafnarar, sem lagt hafa net sín fyrir kveðskap Einars á Reykjar-
hóli, hafa reynzt misjafnlega fengsælir, sumir dregið að landi tvær
vísur eða þrjár, aðrir nokkrar, enn aðrir fjölmargar. Jafnframt er vísur
eftir Einar að finna í munnlegi geymd. Margt er þar hið sama og
komizt hefur á blað hjá vísnasöfnurum, en sumt hvergi til í þeirra
fórum.
Einar á Reykjarhóli bjó ekki að annarri fræðslu en almennri undir-
stöðu í kristnum siðalærdómi, lestri, skrift og talnareikningi, að við-
bættri þeirri verkkunnáttu sveitafólks, sem hver maður aflaði sér í lífs-
baráttunni. Hann dró sæmilega til stafs og sýnist hafa kunnað skil á
ritreglum. Enginn var hann bókamaður né lestrarhestur, enda er ekkert
bóklegt við kveðskap hans.
Einar mun lítið hafa ort í einrúmi; þó má vera, að skrifkompu sinni,
þeirri sem fleygt var á eldsloga, hafi hann trúað fyrir stuttum kvæðum
eða brögum, sem hann vandaði til betur en tækifærisvísna sinna að
öllum jafnaði, því ekki er líklegt hann hafi ætlað hana þeim, nema þá
ef til vill hinum smellnustu. Þá vísnaflokka, sem geymzt hafa, flestir í
slitrum, kvað hann eflaust í meira næði en skyndistökurnar, því undan-
tekn:ngarlítið eru þeir sléttari og felldari að formi en obbinn af þeim.
142