Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 145
EINAR k REYKJARHÓLI
Verulegan skáldskap hefur Einar bóndi þó ekki fengizt við í felum,
vísur hans hlytu að bera því vitni, hefði svo verið. Þær standa og
falia með hnyttninni, sem í þær er lögð. Þar gætir ekki skáldlegra til-
þrifa, utan skemmtilegrar hugkvæmni sums staðar, hvergi seilzt djúpt
í mannleg kjör, né heldur brugðið upp minnisstæðum myndum úr
ríki náttúrunnar.
Einar yrkir sem næst á talmáli, fer sparlega með kenningar og heiti
og háttavalið ekki fjölskrúðugt, oftast grípur hann til ferskeytlu, hring-
hendu, nýhendu og stuðlafalls. Vísur hans einkennir lipurð og létt-
leiki, en orðfærið ekki sniðið og heflað eftir ströngum listarreglum,
hann notfærði sér skakkar áherzlur, líkt og flestir bragsmiðir samtíðar-
innar, og einu sinni orti hann ofstuðlaða vísu, sem Jónas bóndi í
Hróarsdal fann að í svarvísu, og eru þó áhöld um, að sú vísa sé betur
kveðin, þegar á allt er litið. Velflestar vísur Einars bera, með öðrum
orðum, svip hraðfleygra stunda, hann nostraði ekki við þær, enda
sjaldnast færi á því, þó svo hann hefði viljað og getað, tækifærisstökur
verða að fljúga á réttu andartaki, eigi þær að hitta í mark umsvifalaust.
En þá er fyrripartinum hætta búin, því aðalhugdettan er vitanlega sett
í niðurlagið og brýnt að auka framan við í snarkasti. Einkum vill
önnur hendingin verða bláþráðótt (og þarf ekki tækifærisstökur til).
Ófáar vísur Einars eru þann veg að heiman búnar - og einnig til dæmi
þess, að fyrriparturinn sé hortitmr frá upphafi til enda, aðeins tjaslað
ofan á seinnipartinn til uppfyllingar. Og smndum lét hann sulla á
vísum, sem hvorki sprutm upp af ákveðinni hugmynd né geyma rúsínu
í pylsuendanum, eru einvörðungu mælt mál í vísuformi. Hann gat
hent á lofti ofurhversdagslega setningu, sagða af einhverjum nær-
stöddum, og fellt í smðlaskorður og rím samstundis. Slíkt iðka hrað-
kvæðir menn og kann að vera upplyfting þeim, sem til heyra, sé í
hófi gert, en naumast eiga slíkar vísur erindi um langvegu. Annars
var Einar enginn Símon Dalaskáld að þessu leyti og flíkaði yfirleitt
spart vísum sínum, eftir að þær voru í heiminn komnar, helzt að hann
færi með þær fyrir kærusm gleðibræður og vísnavini. Má nefna, að
ágætis vinfengi var með þeim sveitungunum, Einari og Andrési
Björnssyni. Þótti Andrési mikið varið í fyndni Einars og spaugvísur,
þegar honum tókst bezt, og færði hvort tveggja oft í frásögur.
143