Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 146
SKAGFIRÐINGABÓK
Líkt og ýmsir glaðsinna hagyrðingar veifaði Einar tíðum nafni
sínu í vísum og þá jafnan í létmm anda, kímnigáfa hans var svo
frjálsleg, að hann horfði við sjálfum sér, engu síður en öðrum mönnum,
í ljósi góðlátlegrar gamansemi. Þessi hæfileiki Ijær vísnagerð Einars
mjög viðfelldinn blæ og ber auk þess höfundinum gott orð. í hugar-
fylgsnum, þar sem slíkur hæfileiki dafnar, þrífst hvorki rosti né sterti-
mennska, því hann er vaxinn upp af hreinlyndi og hollri lífsánægju.
Enda slapp Einar frá lífinu beiskjulaus, eins og fyrr var á vikið, og
ekki festist heldur við hann gróm, því aldrei kvað hann, með vissu,
soralegar vísur, svívirðingar eða skammir, jafnvel gætir ekki í munni
hans kala til nokkurs manns. Þegar allt er skoðað, tókst Einari í vísum
sínum, með kosmm þeirra og göllum, að spegla svo vel sjálfan sig í
réttu umhverfi, að þar býr mynd hans bráðlifandi. Að því leyti er
hann slyngur hagyrðingur.
Enda þótt furðumargar af vísum Einars á Reykjarhóli hafi varðveitzt
í uppskrifmm og minni fólks (ég hef dregið saman úr báðum áttum
nokkuð á annað hundrað vísnaerindi), er geymd þeirra ekki að sama
skapi traust. Aðeins örfáar vísur eru hvarvetna, bæði í handritum og
munnlegri geymd, hafðar eins, víðast ríkir ósamkvæmni um orðalag
og orðaröð, og eru af þeirri ástæðu til tvær eða þrjár, stundum margar
gerðir einu og sömu vísunnar, jafnvel ber við, að höfð séu endaskipti
á vísu, fyrriparmr gerður að seinniparti, eða heilum hendingum hringl-
að til, ef ljóðstafasetning er sams konar í báðum vísuhelmingum. Þá
hafa og slitnað úr tengslum vísur, er saman eiga, og vísnaflokkar ein-
ungis geymzt í bromm, eins og að framan gemr. Einnig er algengt,
að heimildum beri á milli um tildrög vísu, en tildrög annarra gleymd
að fullu. Um nokkrar vísur ríkir óvissa, hvort vera muni eftir Einar,
þótt eignaðar séu honum.
Þegar þannig er í pottinn búið, kann jrumgerð tiltekinnar vísu að
reynast vandséð, því hún gæti hæglega verið á hvern veginn sem væri.
Raunar leynir sér ekki smndum, að við afbakanir er að eiga, og tor-
velt er ekki heldur við þetta að fást, þegar tvær traustar heimildir eða
fleiri leggjast gegn einni annarri; í öðrum tilvikum hef ég reynt að
leysa hnútinn með því að meta gildi heimildanna, svo sem aðstöðu
heimildarmanna og aldur þeirra. Kann þó hæglega einhverju að skakka
144