Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 147
EINAR Á REYKJARHÓLI
frá upphaflegu horfi, þegar dæraa verður á milli mismunandi gerða
og tilefna sömu vísunnar eftir líkum og hyggjuviti - og viðbúið, að
lesendum, sem heyrt hafa eða kunna einhverja af þeim bögum Einars,
sem hér birtast í þættinum, þyki þær „rangt með farnar," en við það
hlýtur að sitja.
X.
Aldrei munu vísur hafa legið Einari jafniaust á tungu sem
þá, er gutlaði á kútnum, til að mynda í kaupstaðarferðum úti á Sauðár-
króki. Þá glaðnaði yfir karli, bústanginu á Reykjarhóli svifaði frá þar
undir Nöfunum við ys og þys kauptíðarinnar, hlátra, skraf og hrossa-
traðk. Inni í verzlunarbúðunum stóðu áfengistunnurnar á stokkum og
skammt í kranann. Einu sinni sem oftar var hann staddur inni í búð
Kristjáns Gíslasonar og tilkynnti öllum, sem heyra máttu:
Ég hef vaðið víða um storð
verstu fen og pytti,
og svo inn við búðarborð
brennivín í mitti.
Öðru sinni varð Einari gengið inn í sömu búð til að kaupa sér á
flösku, sem hann hafði meðferðis. Búðarþjónninn tók við henni, gekk
að brennivínstunnunni, en þá segir Einar, viðstöðulaust, til ábendingar:
Eg vil spritt, en ekki hitt - það gráa.
Sjálfur blanda vil ég vín,
vinur, handa bræðrum mín.
Enn var það í kauptíðinni, að maður nokkur lagði inn ull í verzlun
Kristjáns Gíslasonar. Kristjáni þótti ullin tjásuleg og sagði byrsmr,
að þetta væri eintóm kviðarull. Einar var nærstaddur og kvað:
10 145
L