Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 148
SKAGFIRÐINGABÓK
Ókurteisi öllum frá
ætti burt að víkja,
lánardrottin minn ei má
á magahári svíkja.
Sú var venja þeirra Reykjarhólsmanna í kauptíðinni, að Einar út-
byggi heimflutninginn á burðarklárana, en Pétur gengi í fínni verkin,
ræki erindi við ráðamenn, og meðan hann var deildarstjóri í kaup-
félaginu, þurfti hann einnig að sinna vörupöntunum Seylhreppinga.
Einhverju sinni hafði Einar skvett í sig svo duglega, að hann reyndist
ekki vera til átakanna. Heimkominn mælti hann við Rósu, launkíminn:
Eg var svo sem ekki neinn
eftir staupakossinn,
Pétur mátti alveg einn
útbúa á hrossin!
Það var eitt sinn á heimleið úr kaupstað, að Einar mætti efnabónda
framan úr Lýtingsstaðahreppi (aðrir vilja hafa fyrir satt, að vísan sé
kveðin til Kristjáns kaupmanns Gíslasonar). Dró Einar upp ferða-
pyttluna og bauð manninum sopa, en hann afþakkaði og taldi Einar
geta varið fjármunum sínum í annað þarfara en brennivínskaup. Einar
tók athugasemdinni ljúfmannlega og svaraði:
Þú ert fjáður, firrtur pín,
að forstandsráði kenndur,
en ég ógáður gleypi vín
og gef á báðar hendur.
Þrátt fyrir vínhneigð Einars drakk hann sjaldan eða aldrei svo, að
ámælisvert gæti talizt, né varð hann sér drukkinn til skammar, sopinn
gerði hann einungis líflegri og málglaðari. Þó segir sagan, að einu
sinni að vorlagi hafi hann byrjað ferð sína heim úr kaupstað ölvaður og
drykkurinn stigið honum svo mjög til höfuðs, að hann gerðist óferða-
146