Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 149
EINAR Á REYKJARHÓLI
fær, mun annaðhvort hafa hnigið af baki eða kóklazt ofan af hestinum
og lagt sig því næst til svefns, þar sem hann var kominn. Eigi löngu
síðar bar að ferðamenn. Þeir ýttu við Einari, sem þá reis á fætur og
kvað vísu til skýrmgar á atvikum:
Rasa fleiri á vondum veg
og vilja á eyrað halla.
Það hafa meiri menn en ég
mátt í leirinn falla.
Ymsir kátlegir smámunir daglegs lífs örvuðu Einar til vísnagerðar.
Eitt haustið vildi svo til í réttaþvargi, að Skagfirðingar tveir, kunnir
þá meðal sveitunganna undir auknefnunum Rógur og Stórisannleikur,
lenm í illdeilum. Gerði Einar sér mat úr þeim:
Það var bölvað þrælatak,
þvert á móti kærleikanum,
sveðjuna þegar Rógur rak
í rassgatið á Sannleikanum.
í búskapartíð Einars var fjölförult austan túns á Reykjarhóli. Þá lá
vegur um svonefndan Reykjarhólsslakka, og notuðu Lýtingar hann
mikið. Einu sinni átti Sigurður læknir Pálsson þar leið um, og bar
saman fundum þeirra Einars. Sigurður var á heimleið úr sjúkravitjun
framan úr Lýtingsstaðahreppi. Einar spurði, hvaðan hann væri að koma
og hvert hefði verið erindi hans fram um sveitir. Læknir kvaðst hafa
verið að setja konu, sem Ingibjörg hét, stólpípu. Einar sagðist ekki
sjá, að hann hefði meðferðis nein áhöld, og varð úr þessu vísa, eftir
sumra sögn að áeggjan læknis. Einar kvað:
Sigurður læknir sannur er,
sá kann ráð við mörgu:
stólpípuna á sjálfum sér
setti hann Ingibjörgu.
147