Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 151
EINAR Á REYKJARHÓLI
Sæmilega reiðhesta mun Einar jafnan hafa átt, þótt fátæki hans
hamlaði því, að hann gæti keypt vildishesta, ef fleiri voru um boðið.
Lengi var í eigu hans vekringur mikill, rauðsokkóttur með hvíta,
vænglaga bletti á bógum og kallaður Vængur.1 Einar keypti hann af
Jóni Ásgeirssyni á Þingeyrum og unni honum mjög. Um Væng kvað
hann vísu þessa:
Mundi ég aldrei mýkri sæng
mínu kjósa sinni,
ef að ég á vakra Væng
væri í eilífðinni.
Einar hafði ánægju af að snúast kringum hesta. Því var það, að
Halldór f:á Víðimýri, sem rak Hótel Tindastól á Sauðárkróki i- kkur
ár eftir að hann hætti búskap fremra, réð Einar í vinnu til sín á
haustin, þegar erilsamt var í kauptíðinni. Skyldi Einar taka á móti
hestum komumanna og gæta þeirra í hesthúsinu. Og ekki var hitt
lakara, að í þá daga fluttist bjórinn hingað til lands á tunnum. Keypti
Halldór oft margar tunnur að sumrinu, raðaði þeim niðri í kjallara
og lét svo tappa af þeim eftir hentugleikum. Það verk féll stundum í
hlut Einars, sem hafði óskoraða heimild húsbónda síns ril að væta
góminn um leið - og það vanrækti hann ekki!
Velþókntin Einars á hestum gekk ekki svo langt, að honum fyndist
sæmilegt, að þeir lékju lausum hala hvar sem væri. Til marks um það
er sú saga, að eitt sinn kom í Reykjarhól vinnumaður frá Víðimýri.
Hann var á heimleið kófdrukkinn. Einari leizt ekki á ferðalag manns-
ins og taldi hyggilegast að fylgja honum fram eftir. Er þeir höfðu
stigið af baki á Víðimýrarhlaði, gerði vinnumaðurinn sér hægt um vik
og hleypti gangvara sínum á beit í kirkjugarðinn. Það var raunar ekki
óvænt uppátæki, því hesmm var margsinnis leyft að nasla þar að vild.
Eru vísur til eftir Einar, þar sem hann áfellist þann sið að „hafa
stöðugt hross á beit/í Herrans jurtagarði" og lætur að því liggia, að
marga hrossataðshrúgu megi augum líta í þúfnaþrengdinni. Og nú
ofbauð honum enn og orti vísur tvær til vinnumanns:
1 Fyilri lýsing í Horfnum góðhesmm, Ak. 1946, bls. 52.
149