Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 152
SKAGFIRÐINGABÓK
Gáðu að þér, góðurinn minn,
það gerir þér litlar tafir;
dríf þú aldrei drösul þinn
á dauðra manna grafir.
Eg hef tekið eftir því,
að eigi vill það Drottinn,
teymdu’ hann heldur túnið í,
þar taðan bezt er sprottin.
Einar varpaði sjaldan yfir sig þessum kufli siðameistarans, og brá
sér ekki oft heldur í gervi freistarans, þó í eitt skipti að minnsta kosti.
Þá hafði það gerzt, að Pétur sambýlismaður hans var genginn í vín-
bindindi um stundarsakir. Einari þótti fremur lítið til þess koma
og talaði um það í vísu, að forlögin hefðu blindað Pémr, fimmtugan
manninn. Svo ber það við kvöld eitt, að Einar kemur mjúkur heim,
víst utan af Krók. Pétur er háttaður ofan í rúm sitt í innri baðstofunni,
en Einar svaf í rúminu á móti, inni við stafn. Einar otar flöskunni að
Pétri, sem aftekur að þiggja bragð. Gengur nú Einar til sængur og
tekur flöskuna með sér, býður Pétri enn dreytil í sífellu og lætur þau
orð falla, að ekki mundi raskast við það bindindið, því enginn sjái til -
og fylgdi ræðu sinni eftir með vísu, en um málalok er allt óvíst:
Niðri’ undir í næði og hita
nóttin skýlir hjá.
Nú þarf enginn neitt að vita,
nú má súpa á!
Við gestakomur á Reykjarhóli var oft mikil teiti frammi í skálanum.
Og eitt haustið keypti Tobías í Geldingaholti og nokkrir bændur
sveitarinnar aðrir brennivínstunnu í sameiningu. Reykjarhólsmenn
átm hlut í kaupunum, og til hagræðis sér og næstu nágrönnum sóttu
þeir slurk og slurk úr tunnunni niður í Holt og fluttu heim í skála
á Reykjarhóli. Þangað riðu síðan meðeigendur af næstu bæjum, ef
þörf knúði, og fengu mældan sinn skammt.
150