Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 154
SKAGFIRÐINGABÓK
Aumastur á íslands grund,
elskulegir vinir,
kæmi ég á konungsfund,
kvæði ég eins og hinir.
Kjassmælin þar klingja fast
konungsins við eyra.
Þeir kveða eintómt lof, en last
láta þeir engan heyra.
Að niðurlagi var þessi vísa:
Lengri’ ei flétta Ijóðavef,
sem líkar engum manni,
en samfeðra við erum, ef
að öllu er gætt með sanni.
Einhver, sem heyrði vísurnar, á að hafa sagt: „Heldur helvítis karlinn,
að hann sé konungborinn?" Einar var áheyrsli og svaraði jafnharðan:
„Ég liélt, að ég væri guðsbarn, og taldi konunginn vera það líka."
Um þær mundir, sem Einar fluttist frá Reykjarhóli, skrapp hann í
kynnisferð norður í Eyjafjörð, í boði gamals vinar, sem hann átti þar,
Magnúsar bónda Sigurðssonar á Grund. Magnús bauðst til að hafa
hann hjá sér í ellinni og fór með hann til skemmtunar um gamal-
kunnar slóðir í héraðinu, en Einar festi þar ekki yndi, Skagafjörður
kallaði hann til sín, og sneri hann bráðlega vestur aftur. Einar fór sjó-
veg norður. Á leiðinni þurfti hann að létta á sér, eins og lög gera ráð
fyrir, en var óvanur skipsferðum og fann hvergi um borð afdrep, þar
sem því mætti við koma. Honum leizt ekki á biikuna og orti stöku,
teprulaust:
Enginn hólmi á sjónum sést,
svartara hef ég aldrei litið.
Það er orðið erfitt flest:
Einar getur hvergi skitið.
152