Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 155
EINAR Á REYKJARHÓLI
Hægara var í þessum efnum áður á dögum - á heiðum uppi -
og þar hafði Einar átt marga glaða stund í kátra sveina flokki, þótt
oft blési svalt í gangnaferðum. Eitt sinn hafði skort þar yl bæði í
veðráttuna og blóðið:
Eram til heiða er feikna snjór,
frosnir klaka staurar.
Þar fæst ekki brenndur bjór,
þó boðnir séu aurar.
Einar fór flest, ef ekki öll haust, sem hann bjó á Reykjarhóli, í
göngur fram á Eyvindarstaðaheiði. Hann átti það til að segjast ,fara
fyrir Pétur," og höfðu menn gaman af. í gangnaferðum var hann
jafnan klæddur vormeldúksfrakka þykkum og síðum. Hann var
drapplitaður og með dökkbrúnum flauelskraga. Einar notaði hann
aldrei nema til skjóls og átti ekki aðra hlífðarflík betri. En allt hefur
sinn tíma. Einar gamlaðist og frakkinn gekk úr sér, tryggur fylgi-
nautur hans um áraraðir. Búinn honum hafði hann „kveikt lýða
gaman" á margri ferð, eins og sagt er um hann í skagfirzkri stöku,
og gleðimenn slegið um hann hring við Stafnsrétt. En nú styttist
ófarin leið, og einn haustdag við heimanbúnað mælti Einar:
Flauelsbryddi frakkinn minn
fer að verða þröngur.
Við förum nú í síðsta sinn
í Suðurfjallagöngur.
XI.
ÞegAR Einar fór vistum að Reynistað, átti hann einn hest
gamlan, þann er hann flutti á dót sitt frá Reykjarhóli árið áður. Hann
var óvenjulegur á iitinn, grár, en alsettur dökldeitum dröfnum eða
dropum og alveg grásvartur niður nárana. Einar sá fyrir, að þetta
mundi verða síðasti reiðskjótinn, sem hann eignaðist á ævinni, að
þessi hestur mundi notaður, þegar lík hans yrði flutt að Víðimýri:
153