Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 156
SKAGFIRÐINGABÓK
Dropóttum með sorgarsvip,
sjálfur þó ei taumnum stýri,
ríð ég þessum gráa grip
að gröfinni á Víðimýri.
Ekki fælast hann mun hót,
ef hægt er teymt og gætilega;
það er mikil þokkabót,
að þá er fólk á alla vega.
Margmennið við jarðarför sína mun Einar hafa búið til í gamanskyni,
einmitt af því hann renndi grun í, að líkfylgdin yrði ekki stór.
Enda varð svo. Nokkrir beztu vinir Einars í Seyluhreppi, góðbændur,
önnuðust hinztu för hans að Víðimýri. Fáir fylgdu kistunni utan þeir,
dökkklæddir menn við aldur. Að kórbaki stóðu þeir yfir grafarþrónni,
því Einar hafði óskað að hljóta leg við hlið konu sinnar - og þaðan
gat hann „séð út að Reykjarhóli." Svo drukku þeir erfi hans á Stóru-
Seylu, og svikalaust eins og þeim bar. Þá var hvít jörð og sólbjartur,
en svalur útmánaðardagur, 19. apríl 1910.
Þann 22. apríl næstan á eftir riðu að Reynistað hreppstjórinn í
Staðarhreppi, Jón bóndi á Hafsteinsstöðum, og tilkvaddur virðingar-
maður, Albert bóndi á Páfastöðum, til að skrifa upp reytur Einars
og virða þær til fjár. Þar voru tíndar fram „sex bókaskruddur," „lítið
púlt með ýmsu rusli," „utanyfirkápa léleg," „öskjur, hrífuhöfuð, lítil
brennivínstunna og stafur," „peningabudda með 50 aurum," „fjármark
CFjcður aftan hægra. Hálft af framan vinstra)," „reiðbeizli með járn-
stöngum," „hnakkur með tveimur gjörðum og gæruskinni" og ýmislegt
fleira smádót (svo sem öðuskel) og margs konar fataplögg. Undir lokin
var leiddur fram „grár hestur gamall." Samtals voru reytur Einars
virtár á 123 krónur, þar af sá grádropótti á 50 krónur.
Tveimur árum fyrr, í maímánuði, þegar Einar fluttist alfarinn frá
Reykjarhóli, hafði verið haldið þar uppboð á ýmsum eignarhlutum
hans, kvikum og dauðum, og seldist þá alls fyrir liðugar 130 krónur.
Nú skyldi hamarinn klingja á þeim munum, sem þá höfðu ekki verið
154