Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 157
EINAR Á REYKJARHÓLI
til sölu. Og 14. júní 1910 dreif heim að Reynistað nokkra menn á upp-
boð þessara fátæklegu eigna. Voru þær boðnar upp í 65 slumpum og
fóru samanlagt nokkru hærra en virðinga'tverðinu nam, á 148 krónur
og 55 aura. Kaupendur voru flestir úr Staðarhreppi og mikið sömu
mennirnir um boðið. Reiðkápan („flauelsbryddi frakkinn minn") var
seld á 4 krónur manni á Langholtinu, og sami maður keypti „ljóðmæli
og dagblöð" á 30 aura; annar maður þar í sveit keypti „vasakver
gamalt" (ef til vill kveðskaparsyrpu Einars) á 5 aura. Enn var það
Langhyltingur, sem keypti „litla tunnu" á 40 aura, en þann gráa
keypti Albert á Páfastöðum á 60 krónur fyrir hönd Jóns Péturssonar
á Nautabúi, sem seldi hann um haustið til Hóla í Hjaltadal, og þar
var honum lógað.
Hver var nú afrakstur 67 æviára, talinn í peningum við síðustu
reikningsskil? Hafði Einar reynzt auðsælli en faðir hans og afar í
byggðum Eyjafjarðar? Flíkur og aðrir hlutir Einars bónda seldust, eins
og fyrr segir, á 148 krónur og 55 aura. Þar við bættust þrjár verzlunar-
innstæður á Sauðárkróki (kr. 2.51, 0.63, 1.31), og urðu þá eignir hans
samtals 153 krónur. En á hinn bóginn komu skuldirnar, fyrst svo-
nefndar forgangsskuldir; útfararkostnaður (að mestu til Björns á Stóru-
Seylu, 38 krónur), líksöngseyrir og líkræða (til séra Hallgríms í Glaum-
bæ, 7 krónur), líkklæði (til Sigurðar á Reynistað, 7 krónur) og fleira,
alls 71 króna og 94 aurar. Stóð þá eftir 81 króna og 6 aurar, og kom
nú röðin að öðrum kröfum f dánarbúið, því síðustu tvö æviárin hafði
Einar tekið Ián hjá ýmsum vina sinna, misjafnlega há (Birni í Brekku.
Jóni á Hafsteinsstöðum, Sigurði á Reynistað, Birni á Seylu, Ásgrími
í Geldingaholti, Alberti á Páfastöðum og fleirum), skuldaði auk þess
tvær smáupphæðir úti á Sauðárkróki, og námu þessar skuldir 92 krón-
um og 89 aurum. Skorti nú 11 krónur og 83 aura á, að Einar kæmist
klárt og kvitt í jörðina. Þeir, sem átt höfðu forgangsskuldir, fengu
sínar greiðslur fullar, hinir skuldakrefjendurnir tóku á sig það, sem
vantaði í full skil, þannig að 11 krónum og 83 aurum var jafnað
niður á þá, í hlutfalli við skuldakröfu hvers og eins, og fengu þeir
því allir í sinn hlut ívið minna en þeim bar. Með þessari hagræðingu
var slegið striki undir ævireikning Einars - á öðrum klakknum eignir
krónur 153, á hinum skuldir krónur 153.
155