Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 158
SKAGFIRÐINGABÓK
Hvar sá þess nú stað, að Einar á Reykjarhóli hefði verið til? Ekki
var börnunum fyrir að fara ellegar mannvirkjum, sem bæru honum lof.
Reytur hans voru komnar á tvist og bast, hnakkurinn hingað, beizlið
þangað, reiðkápa og stafur, brennivínskútur og fjármark, allt þetta
og miklu fleira, sem honum hafði heyrt, var komið út um hvippinn og
hvappinn, hafði kvaðzt að eilífu. Jú, þess sá stað, að Einar hafði lifað:
í Skagafirði var nokkrum þúfnakollum færra, nokkrum alþýðuvísum
fleira.
Helztu ritaðar heimildir: Kirkjubækur, umboðsskjöl Reynistaðarklausturs (í
Þjóðskjalasafni), hreppsbækur Seyluhrepps (í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga),
skýrslur um dánarbú (í Þjóðskjalasafni), Lbs. 2453, 4to („Ljóð og lund" II,
vísur og sagnir í uppskrift Margeirs Jónssonar á Ogmundarstöðum), Skrudda,
1957 (þar smáþáttur af Einari, að stofni til eftir Stefán Vagnsson).
Helzm heimildarmenn: Sigurður Þórðarson frá Nautabúi, Sigríður Guð-
mundsdóttir, nú á Stokkseyri, Guðmundur Jósafatssoti frá Brandsstöðum,
Ingibjörg Magnúsdóttir á Mel (frásögn skráð af Kristmundi Bjarnasyni),
Pétur Jónasson á Sauðárkróki.
Af vísnasöfnurum hefur Sigurður J. Gíslason á Akureyri dregið saman
mest af kveðskap Einars, svo kunnugt sé, og setidi hann mér margar vísur hans
úr safni sínu.
I lokin skal nefnt, að ljósmynd hefur engin fundizt af Einari, en eftir lýsing-
um að dæma hefur hann líkzt allmjög bræðrungi sínum, Jóni Kristjánssyni á
Syðra-Hvarfi í Skíðadal, sbr. mynd af honum í Sterkum stofnum, Ak. 1960,
bls. 134. Ljósmynd af Rósu Gunnlaugsdóttur er í Skagf. æviskrám III.
156