Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 160
SKAGFIRÐINGABÓK
sennilega lengra innan að, sem voru að fara út að Hraunum til að
sækja hval, og ég man, að eitthvað af þessum hvölum kom heim á heim-
ili foreldra minna. En um þetta sama leyti veiktist ég víst af misling-
unum, varð mjög veikur og lá svo nokkuð lengi. Hins vegar heyrði
ég síðar föður minn og fleiri skilgóða menn segja frá drápi hvalanna
og ýmsu í sambandi við þá, og set ég hér það, sem ég man af því.
Hafísinn lá landfastur á Skagafirði í maí 1882. í einstöku stað voru
þó smá vakir við landið. Fram af Hraunakrók var á laugardaginn fyrir
hvítasunnu (27. maí) lítil vök, og sáust í henni 3 hvalir. Á Hraunum
bjó þá Einar Baldvin Guðmundsson, dannebrogsmaður og sjálfkjörinn
sveitarhöfðingi í Fljótum. Einar var sem kunnugt er hinn mesti at-
hafna- og framfaramaður og var í flestu langt á undan samtíð sinni.
Lendingin frá Hraunum, Hraunakrókur, er út og niður frá bænum. Er
það lítil vík, og skjagar lítið nes, kallað Olnbogi, fram norðan við vík-
ina. Þaðan var á þessum árum útræði mikið úr Fljótum, og munu
bændur framan úr sveitinni hafa verið þar við róðra, fleiri eða færri,
því helzta björg heimilanna var í siglingateppu þeirri, sem þá var, að
fá eitthvað úr sjónum, og fiskur fékkst þetta vor, ef komizt varð á
sjóinn, jafnvel þó menn kæmust ekki nema skammt frá fjörunum.
Einar á Hraunum sá hvalina í vökinni. ísinn þrengdist æ meira að
þeim, og loks var vökin ekki nema mjó rifa, sem lá vestur með fjör-
unni frá Olnboganum. Einar tók nú húskarla sína, þá sem heima voru,
og fékk fleiri menn með sér, m. a. voru menn af hákarlaskipum að
koma gangandi yfir Siglufjarðarskarð, en skipin lágu inniklemmd á
Siglufirði. Ætluðu þeir sér að vera heima yfir hátíðina. Meðal þeirra
var ísak Jónsson, sem þá var vinnumaður í Lambanesi. Hann var þetta
vor háseti á Skildi, en formaður á Skildi var Ásgrímur Guðmundsson
frá Ytri-Á í Ólafsfirði. ísak og einhverjir fleiri af þeim hákarlamönn-
um réðust til fetðar með Einari. Hrundu þeir fram „Lýsing" Einars,
en það var stór sexæringur er hann átti, og einum eða tveimur bámm
öðrum. Þarna voru harðvítugir dugnaðarmenn, svo sem þeir feðgar
Jón Dagsson og Jóhann sonur hans, sem fyrr þetta ísavor höfðu
unnið tvö eða þrjú bjarndýr við Hraunakrók og Haganesvík. Þeir
tóku grjót af henmgri stærð í bátana, reru vesmr fyrir hvalina, svo að
hvalirnir urðu milli þeirra og landsins. Hófu svo grjóthríð á hvalina,
158