Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 161
ÚR FÓRUM JÓNS JÓHANNESSONAR
sem svo hörfuðu undan bátunum, en sátu þó alltaf um að stinga sér
frá landinu og undir ísbreiðuna, en mennirnir reyndu sem bezt að
verja þeim þess að þeir gæm það. Á þessu gekk alllengi, en loks voru
hvalirnir orðnir svo hræddir, að tveir af þeim hlupu á land, rétt upp í
lendinguna, undan svonefndri Timburbúð. Renndu þeir sér alveg upp
í fjöru og voru þegar lagðir með sveðju mikilli, bátsár rekin inn í sár-
ið, og dóu þeir svo til strax, en blóðfossarnir stóðu úr holsárum hval-
anna langa vegu, og sjórinn allur á króknum varð blóðlitaður.
Þriðji hvalurinn var nú eftir, og var það bláhvalur. Var nú lagt til
atlögu við hann. Tóku þeir til þess, sem við drápið voru, hversu skepn-
an hefði verið hrædd, og segir ísak mér, að liann hafi veinað mjög
aumkunarlega. Loks flúði hann undan þeim austur og upp að landinu
og renndi upp á sjálfan Olnbogann, eða öllu heldur á litla grynninga-
töng, sem gengur norðvestur af honum. Renndi hvalurinn þar næsmm
upp á þurrt, og svo voru fjörbrot hans hörð, að hann hryggbraut sig
þarna á tönginni; var svo lagður eins og hinir, og dó nær strax.
Einar lét opna kviðinn á hvölunum og hleypa sjó inn í þá, til þess
að þvesti og undanflátta skemmdist síður. Var strax byrjað á að skera
þá, og jafnframt lét Einar eina af vinnukonum sínum taka og verka upp
vandlega stóran lifrarbræðslupott, er hann átti, setja hann upp þar við
sjóinn og elda í honum hval handa skurðarmönnunum og öðrum, sem
þangað kæmu og mat vildu þiggja, og var því áfram haldið alla þá
smnd, sem skurður hvalanna og sala stóð yfir. Má af þessu og öðru
marka, að bágindi voru meðal fólks, og eigi síður fyrirhyggju Einars
og rausn.
Þarna kom nú mikil matbjörg á land, og dreifðist hún víða um, þrátt
fyrir það að á þessum tíma var óhægt um samgöngur. Sjóleiðin, sem
einmitt var hin eðlilega samgönguleið til flutninganna, var nú lokuð
af hafísnum. Vegir á landi voru lélegir og vatnsföll til mikilla farar-
tálma. Svo bættist innan stundar við það, sem verst var, en það voru
mislingarnir. Maður, sem ég nú ekki man hvað hét, ferðaðist landveg
yfir Skagafjörð og út í Fljót. Mig minnir, að hann hefði verið nýkom-
inn að sunnan, lagzt í Húnavatnssýslunni og haldið svo ferð sinni
áfram, er hann kom á fætur aftur, en víst var um það, að slóð þessa
manns mátti rekja, hvar sem hann fór, því að á hverjum einasta bæ,
159