Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 162
SKAGFIRÐINGABOK
sem hann kom á, veiktist fólkið eftir fáeina daga. Maður þessi gisti á
heimili foreldra minna, og strax á eftir tók fólkið þar að leggjast og
svo ört, að aðeins faðir minn og Ólöf Steinsdóttir, systir Bessa í Kýr-
holti, sem var húskona þá á Heiði, voru á fómm, en þau höfðu bæði
fengið mislingana áður, er þeir gengu yfir Norðurland. Ég man eftir,
að lestir komu ofan úr Skagafirðinum og fóru út að Hraunum til hval-
kaupa, og ég man líka eftir því, að sumir þeirra manna lögðust í misl-
ingunum á ferðalaginu og komust ekki heim fyrr en seint og síðarmeir.
Einar á Hraunum fékk almennt lof manna fyrir hvalsöluna nær og
fjær. Hann veitti mönnum allan þann fyrirgreiða, sem í hans valdi
stóð að veita þeim, og hann seldi hvalinn við mjög vægu verði. ísak
Jónsson, sem fyrr er nefndur, segir að sig minni, að hann seldi rengis-
vættina á 2 kr. og af spikinu á 3 eða 3VÍ kr., og þvesti mátti víst hver fá
gefins, sem það gat hagnýtt sér. En þar kom annað til, sem til vand-
ræða varð: saltleysið. Salt var lítið til á bæjum, og víst lítið um það í
verzlunum. Urðu því víða vandræði með geymslu á þessu mikla bjarg-
ræði. Minnir mig fastlega, að ég heyrði, að ýmsir hefðu grafið í jörðu
spik og rengi og geymt það þannig, að það hefði reynzt óskemmt, þegar
það var tekið úr jörðu um haustið, ef grafið hafði verið nógu djúpt.
Tveir af hvölum þessum voru taldir þrítugir, eða þrjátíu álna langir,
en einn nokkru minni.
Alllöngu síðar (líklega 1893) rak annan hval á Hraunareka, eða að
hann var róinn þar upp. Sami hvalur sást úr Sléttuhlíðinni, er hann rak
þar fyrir, en mönnum sýndist það vera bátur. Sá hvalur var mjög
skemmdur, en þó notaðist spik og rengi af honum.
Það var að mig minnir í marzmánuði árið 1886, að hafísinn lá á
utanverðum Skagafirði. Mig minnir, að ísinn væri greiður innan við
eyjar, en undan Sléttuhlíðinni var hann allþéttur, en þó með vökum.
Ekki man ég nú lengur, hvaða dag þetta bar að, en ég man, að veður
var gott þann dag um morguninn, uppbirta eftir hríð, frost en loftlétt
og sólskin. ísinn lá reklaus, eða svo til, bjartur og sýndist vera sléttur.
Bærinn á Heiði stendur hátt, og er þaðan gott útsýni til sjávarins.
Nokkuru eftir málaverk þennan dag var sumt af heimilisfólkinu úti á
hlaðinu að horfa fram á sjóinn. Sást þá dökkleitur díll eða þústa í ísnum
160