Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 163
ÚR FÓRUM JÓNS JÓHANNESSONAR
fram af svonefndum Lönguskerjum, en þau eru norðan við Mýrnavík-
ina. Við horfðum á þetta góða stund, og sýndist sumum þústan stækka
og verða meira áberandi, og loks kvað éinhver upp úr með það, að
þarna væri hvalur að springa upp. Var þegar sent á næstu bæi, að
Yztahóli og þaðan svo að Miðhóli, Keldum, og e. t. v. fleiri bæjum í
úthlíðinni, og ég held, að sent hafi verið frá Heiði að Reykjarhóli.
Þustu menn að til sjávar í Mýrnavík, og fóru að mig minnir með tvö
smáför út á ísinn og svo áhöld til að skera hvalinn með. ísinn var ekki
svo greiður, að hægt væri að róa gegnum hann á köflum, en heldur ekki
svo þétmr, að hægt væri að ganga hann nema sums staðar. Varð því
að setja förin yfir ísinn á köflum og róa svo yfir vakirnar.
Hvalurinn var nú ekki eins nærri landinu og sýndist frá Heiði. Hann
var fram um „Árnar," sem er fiskimið á 30-40 faðma dýpi fram af
Mýrnavíkinni. Við sáum frá Heiði vel til mannanna fram að hvalnum,
og eins sáum við þá eins og ofurlitla svarta díla bera við snjóhvítan
ísinn kringum hvalinn; þeir voru til að sjá ekki óáþekkir flugum á
rjómaskán, sýndist mér. Ekki man ég, hversu margir menn fóru fram
að hvalnum, en ég man, að í ferðinni voru þeir Sölvi á Yztahóli og
Konráð bróðir hans, Jóhann Ólafsson á Keldum, Guðmundur Ingi-
mundarson og svo faðir minn.
Það var farið að líða á daginn, þegar þeir komu fram að hvalnum,
líklegt að klukkan hafi verið að ganga tvö. Þegar kom framundir
rökkrið, fór að kylja á austan og dimmdi að í lofti, jafnframt sást frá
Heiði, að rek fór að koma í ísinn. Brátt var komið fjúk, og svo dimmdi
af nótm. Man ég, að fólkið á Heiði var með ugg og ótta um mennina
úti á ísnum, en ekkert var hægt að gera þeim til aðstoðar. Veðrið var
ekki slæmt mjög um kveldið, og var það lán. í vökulokin kom faðir
minn heim, allþrekaður. Sagði hann okkur, að þeir hefðu verið búnir
að skera talsvert stóra hrúgu af hval og draga út á ísinn, þegar rekið fór
að koma í ísinn. Var ætlun þeirra, ef gott veður héldist, að draga það
til lands á sleðum daginn eftir, en nú sáu þeir þann vænstan að hafa
sig hið skjótasta til lands. Tóku þeir samt með sér nokkuð af hval í
bátana, en nú var svo hart rek komið í ísinn, að hann bar þá óðfluga
vesmr og fram, þótt þeir stefndu austur og upp að landinu og hvömðu
förinni, svo sem þeir mest máttu. Urðu þeir ýmist að róa yfir vakir í
11
161