Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 165
ÚR FÓRUM JÓNS JÓHANNESSONAR
að Lilja Sölvadóttir, eigandi Keldnalands, fengi þriðjung af andvirði
hvalsins, en síðar, eftir að ég varð stálpaðri, man ég, að ég heyrði Lilju
telja sig afskipta í þessu.
Á þessu árabili var og hvalur unninn á Málmeyjarsundi. Unnu þeir
hann Kristinn á Tjörnum, Baldvin í Lónkoti og aðrir Innhlíðingar,
fesm í honum harpúnu og lém hann draga bátinn lengi, eða þar til
hvalurinn var orðinn þreytmr. Komust þeir þá að honum, lögðu hann
með lagjárni, og blæddi honum að lokum út. Festu þeir þá kaðal úr
honum, þá er þeir hugðu hann dauðan, og um torfbúð, sem stóð á
Lónkotsmölinni, en hvalurinn var ekki dauður, og brá hann við svo
hatt, að nærri lá slysi. Sleit hann böndin og synti fram á Sund, og
flaut svo dauður þar eftir litla stund.
Hvalur þessi var ungur og smár, og nefndu þeir hann mjóureyður.
Hákarlaskipið „Latibrúnn" frá Siglufirði, skipstjóri Oddur Jóhanns-
son frá Engidal, fann hval út af Slétmhlíðinni laust fyrir aldamót, flutti
hann inn á Málmeyjarsund, og var hann skorinn við Lónkotsmöl. Þar
var drykkjuskapur mikill á hvalfjörunni, því Siglfirðingar komu
þangað og höfðu með sér vín. Þar var það, að Þorgils á Kambi, sem
var allmikið drukkinn, skoraði á Friðrik á Skálá að láta sig á bak hesti
sínum, lagði sig endilangan og sem dauðan á túnið í Lónkoti. Friðrik
varpaði honum léttilega á bak hestinum, og var þó Þorgils með stærstu
mönnum og þungur að sama skapi.
II.
Á HVALFJÖRU
Endurminning frá ceskuárunum.
,,Það var hvalreki fyrir hann," segjum við íslendingar enn
þann dag í dag, þegar einhver verður fyrir óvænm happi, í hvaða
mynd sem er. Og þó eru hvalrekar í beinum skilningi löngu úr sög-
unni hjá okkur, en orðtækið lifir en góðu lífi, og á óefað upptök sín
frá þeim tíma, þegar hvalrekar voru alltíðir og þóttu hin mesm höpp,
fyrst og fremst fyrir einstaklinginn, sem því láni átti að fagna að fá
163