Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
hvalinn á reka sinn, en einnig heil héruð, sem hvalrekarnir oft hafa í
fyrri tíð bjargað frá hungri og harðrétti, þegar ís og harðæri þrengdi
að kosti landsmanna.
Eg ætla hér að segja frá einum hvalreka, sem mér er mjög minni-
stæður frá bernskuárum mínum.
Eg hafði fengið að létta mér upp eftir vorannirnar og ríða til
Barðskirkju með ýmsu fleira fólki úr Sléttuhlíðinni og vera þar við
messu. Eftir messuna var svo riðið yfir í Austurfljót og síðar að Haga-
nesi og svo þaðan sem leiðin lá yfir Sandós og heimleiðis. Var orðið
áliðið kvelds, er við fórum frá Haganesi. Hjá Móskógum mættum við
mönnum, sem sögðu okkur þær fréttir, að hvalur væri rekinn á Keldum
í Sléttuhlíð. Var þá slegið í klárana og hraðað sér heim sem mest mátti.
Eg var orðinn lúinn og syfjaður eftir ferðalagið, en vildi samt óvægur
fara strax um nóttina og sjá hvalinn, því hval hafði ég aldrei áður
augum litið. Ekki fékk ég það, en ég fékk fyrirheit um að fara daginn
eftir, ef ég yrði duglegur við það, sem þyrfti að gera, og sofnaði með
það.
Morguninn eftir fékk ég nánari fregnir af hvalrekanum. Nokkurum
dögum áður hafði fundizt í Eiríksvík, sem er austan við Straumnesið,
þjótta nokkur af hval. Reyndist það vera parmr af hvaltungu. Var það
allmikið skemmt, en var þó að einhverju leyti hirt frá Keldum, en sú
jörð átti landið. Jörðina Keldur átti Lilja Sölvadóttir, ekkja Jóhanns
Þorgeirsscnar frá Heiði, og bjó hún þar, og var Jón Þorsteinsson,
dóttursonur hennar, fyrir framan hjá henni, eins og það var kallað, og
hjá henni voru dætur hennar, Valgerður og Guðleif, og vinnumaður
var þar Jóhann Ólafsson, afabróðir minn. Lilja var kona vel greind og
gerhugul. Hún hugleiddi það, að jafnvel þótt nú væri íslaust fyrir
Norðurlandi, það menn vissu, og hvalreka því tæpast að vænta, þá
myndi tunga úr hval varla reka nema því aðeins, að hvalur væri ná-
lægur, þar sem hana bæri að landi. Lét hún því ganga daglega með
sjónum og hyggja að reka, og fór svo, að þennan sunnudag fannst hval-
urinn rekinn vestan á Straumnesinu, nálægt svonefndu Keldnaseli.
Hafði þegar verið sent á alla næstu bæi og mönnum safnað til þess að
vinna hvalinn. Var faðir minn og að mig minnir unglingspilmr, sem
hjá honum var, komnir á hvalfjöruna, er ég kom heim.
164