Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 168
SKAGFIRÐINGABÓK
bakkann. Var þar dálítið skjól fyrir regninu, en úrsvalur vindgusturinn
næddi alls staðar inn og út aftur, svo að þar var raunar hvassara en úti.
En þarna höfðust þó mennirnir við, mötuðust þar og höfðu sokka-
skipti, og í öðru þessu byrgi var að mig minnir búið að gera hlóðir
og þar hitað kaffi, sem óefað var af mörgum talin kærkomin hressing.
Ég fékk að skríða inn í annað byrgið og bíða þar, þar til farið var
að skera hvalinn, en það varð ekki gert fyrr en nokkuð var fallið út,
eins og ég hef getið fyrr. Kalt var í byrginu og nöturlegt, en ég vann
til að húka þar til þess að geta séð aðfarirnar við hvalinn, það var mér,
snáðanum, ævintýri, sem vert var þess að leggja nokkuð á sig fyrir til
að geta skráð það á minnisspjöld hugans og geymt til fullorðinsáranna.
Brátt var svo fallið út, að byrjað var á skurðinum. Nokkrir menn,
með Sölva á Yztahóli í fararbroddi, réðust fram á hvalinn, vopnaðir
hákarlaskálmum nýbrýndum. Þeir urðu að standa ýmist í sjónum upp í
mið læri eða í hvalnum sjálfum, þvestinu, og svo skáru þeir fyrir, líkt
og þegar þökur eru ristar ofan af túnsléttu, nema miklu mun stærri.
Hvalurinn er alveg ótrúlega seigur, og hversu vel sem skálmarnar bitu,
þurfti þó að beita afli til að skera hann, og var verkið mjög erfitt. Aðrir
komu svo með ífærur með kaðalspotta í. Var í hverja þjós skorin rauf,
sem ífærunni var svo krækt í, togað í kaðalinn, svo að þusan reistist
dálítið upp, þá kom skurðarmaðurinn til og skar með skálminni undir,
þar sem mættist spik eða rengi og þvestið, líkt og þegar rist er undir
á þöku; hinn togaði í, og loks var þjósin Iaus og dregin upp í fjöruna.
Þar var hvalurinn settur í hrúgur, en þó veginn jafnótt, og þriðjungur
lagður frá, en það var sameiginlegur hluti skurðarmanna, sem svo
skiptist milli þeirra.
Friðrik alþingismaður Stefánsson, sem þá bjó á Skálá, stjórnaði fyrir
hönd Lilju þarna á hvalfjörunni, þ. e. a. s. hann sá um skiptin á hvaln-
um milli skurðarmanna og seldi hvalinn, sem féll í hennar hlut. Hann
sá víst einnig um útvegun á áhöldum, skrifaði þau og eins vinnu, sem
þurfti að kaupa, og tók á móti borgun fyrir hval og greiddi út það,
sem greiða þurfti. Honum til aðstoðar voru að mig minnir tveir menn,
sem skrifuðu til skiptis. Ég man, að annar þeirra var Einar Gíslason
búfræðingur. Hann húkti þarna í klettaskoru, og var breidd yfir hann
og skriftækin einhver seglbót til að verja regninu. Hvalurinn var veg-
166