Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 169
ÚR FÓRUM JÓNS JÓHANNESSONAR
inn á stóra reizlu, sem hengd var upp í trönur, sem reistar voru á
fjörunni, reizlukrókunum stungið í þumuna á þjósinni, hún vigtuð og
svo vigtin skrifuð og þjósin lögð í aðra hvora hrúguna. Kaup og sala
gekk þarna líka greiðlega. Verðið hafði verið fastákveðið strax, mig
minnir 5 kr. vættin af renginu og 6 kr. af spiki, en þvestið var vísr allt
saman ónýtt. Þessi bað um 1 og Vi vætt af spiki og 1 vætt af rengi, og
annar um helmingi meira, allt eftir því, hvort maðurinn keypti upp á
einn hest eða tvo; sumir keyptu jafnvel upp á fleiri hesta, og mest var
greitt í peningum. Þó man ég, að eitthvað var skrifað hjá mönnum, og
mig minnir, að einhverjir kæmu með seðil frá Lilju upp á það, að þeir
mættu fá skrifað eitthvað af hval. Svo var vigtað handa hverjum, en
ösin var mikil, og vildi hver fá afgreiðslu sem fyrst. Var viðsjárvert
fyrir þann, sem mikið keypti, ef hann var einn síns liðs við að koma
kaupi sínu burtu, að eigi ættu sér misgrip stað á meðan hann tók
þjósir sínar frá, - annaðhvort óviljandi eða kannske viljandi, - og
varð í einum tveimur tilfellum talsverð þræta og skipzt á nokkurum
köpuryrðum út af því,
Eitthvað mun þarna hafa verið haft um hönd af brennivíni. Eg sá
menn, sérstaklega úr Hofsós og þar úr grenndinni, vera að kalla stöku
mann afsíðis, og mun erindið hafa verið að gefa þeim hressingu. All-
margir kölluðu á Friðrik, en hann var óvenju lystarlítill á vínið hjá
þeim og gætti skyldu sinnar með alúð, og ekki sá ég þarna nema aðeins
einn mann drukkinn.
Óhugnanlegt var þarna á hvalfjörunni. Sterkan óþef lagði af rotnuðu
þvesti og innyflum hvalsins, og sló honum Ianga vegu undan vindinum.
Fjaran öll og jafnvel langt á land upp var atað í lýsi, og mennirnir,
sem að hvalnum unnu, gegndrepa af brækjunni inn að skinni. Oll
áhöld, sem við vinnuna voru notuð, voru einnig ötuð í brækjunni.
Þvestisþjósirnar flæktust með fram fjörunni langar leiðir, og seinna
rak þær alls staðar með fram sjónum í Sléttuhlíð og Fljótum og eflaust
víðar. Yfir þessu öllu flaug svo vargfuglinn í hundraða tali með há-
væru gargi og hagnýtti sér björgina eftir föngum.
Hvalskurðinum Iauk að mig minnir á þriðjudagskvöld. Hafði verið
unnið að honum án uppihalds. Skurðarmenn skiptu sínum þriðjung
sjálfir milli sín, og fluttu flestir heim í búin hluti sína. Þar var hvalur-
167