Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 171
UM FLEKAVEIÐI VIÐ DRANGEY
Hugað að gömlu bréfi til sýslttnefndar
Árið 1886 keypti Skagafjarðarsýsla Drangey. Hóf sýslunefnd
þegar ráðstafanir til þess að koma fösm skipulagi á nytjar eyjarinnar,
slægjur og beit, eggjatöku, fiskveiðar þar og söltun, svo og fuglaveiði.
Árið 1887 varð engin bjargfuglaveiði stunduð á bámm við eyjuna
sökum hafíss, og engin „fiskiför gátu haft þar viðdvöl, svo að enginn
fjörutollur hefur goldizt af eynni." - Á aðalfundi sýslunefndar 1891
voru Bjarni Jónasson og Bjarni Jónsson á Sauðárkróki kosnir umsjón-
armenn við eyjuna. Var þeim sérstaklega falið að „hlutast til um, að
gerðar verði tilraunir til að komast hjá hinni illu meðferð á hinum svo-
kölluðu bandingjum, t. d. með því að nota fuglshami eða dauða fugla
í stað lifandi fugla til að hæna fugl að flekunum. Enn fremur var þeim
falið að safna skýrslum um fuglaveiðina við Drangey á næsta vori, svo
nákvæmum sem unnt er, og senda þær sýslumanni." - Til þessarar
samþykktar má rekja upphaf skýrslugerðar um fuglafla við eyjuna.
Tilraunir með fuglshami eða dauða fugla við flekaveiðar munu ekki
hafa borið tilætlaðan árangur.
Ekki er vitað, hvenær flekaveiðin hófst við Drangey. Albert Sölva-
son hefur bent á (í Drangeyjarþættir, Heimdragi III.), að veiðiaðferð
þessi hafi verið þekkt um aldamótin 1600 eða fyrr og vitnar í 12.
Passíusálm, 9. vers, svohljóðandi:
sem fugl við snúning snýst,
sem snaran heldur ....
„Þannig tekur ekki til orða annar en sá, sem séð hefur fugl á fleka,
því að í speldi hagar fuglinn sér öðruvísi ..." segir Albert. — Séra
169