Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 172
SKAGFIRÐINGABÓK
Hallgrímur Pémrsson hefur því fyrstur manna, svo kunnugt sé, höfðað
til þess með samlíkingu sinni, hve veiðar á flekum væru ómannúðlegar.
Síðan segir ekki söguna meir, fyrr en á sýslufundi árið 1891, en óvíst
er, hver þá hefur fyrstur gerzt málsvari bandingjanna.
Árið 1896 sendir séra Sigfús Jónsson sýslunefnd eftirfarandi bréf.
Hann var dýravinur mikill og kunnur að því að fara vel með skepnur
sínar. Varð því fremur að taka tillit til orða hans. Árangur varð þó
lítill, eins og síðar segir, og var flekaveiðin ekki bönnuð með lögum
fyrr en árið 1965.
Ekki eru til nákvæmar skýrslur um fuglaveiði við Drangey fyrr en
með árinu 1892, en talið hefur verið, að mesti fuglsafli þar, eftir að
byggð hófst á Sauðárkróki 1871, hafi verið rúmlega 200.000 fuglar.
Árið 1892 var fuglatalan 83.220. Vorið 1893 samtals 163.892 fuglar.
Síðan lækkaði þessi tala mjög, var árið 1894 90.432 fuglar, en hin
næstu árin aðeins nokkrir tugir þúsunda, og árið 1902 veiddust aðeins
17.183 fuglar. - Bréf séra Sigfúsar fer hér á eftir:
Það mun nú orðið vera komið inn í meðvitund margra manna kér á
landi, að það sé óscemilegt að fara illa með dýrin, og eflaust er með-
ferðin á húsdýrunum talsvert mannúðlegri nú en hún var á fyrri hluta
yfirstandandi aldar, þó enn vanti allmikið til, að meðferðin á þeim,
einkum hestunum, sé eins góð eins og hún cetti að vera, en vonandi er,
að sá tími sé í nánd, að meðferðin á hinum tömdu dýntm yfirhöfuð
verði viðunanleg, og œtla ég því ekki að tala frekar um það atriði. -
En meðferð manna á sumum tegundum hinna ótömdu dýra er svo
misk’/nnarlaus, að undrun scetir. Þessu til sönnunar vil ég benda á,
hvernig farið er með hina svonefndu „bandingfa," sem hafðir eru til
að hcena fuglinn upp á fleka þá, sem fuglinn er veiddur á við Drangey.
Sjálft nafnið bandingi gefur manni strax hugmynd um, að meðferðin
á aumingjunum, sem þetta nafn bera, sé allt annað en góð. - Bandingj-
arnir eru fjötraðir á vcengjunum niður á flekana, og má ncerri geta,
hvílikt eymdarlíf þessir aumingjar eiga, sem áður hafa aldrei þekkt
nokkra fjötra, heldur flogið frjálsir um loft og lög, þangað til manns-
höndin miskunnarlaus fékk náð þeim og fjötrað þá. - Þegar búið er
að binda fuglinn, fer hann strax að brjótast um og neytir allrar orku til
170