Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 173
UM FLEKAVEIÐI VIÐ DRANGEY
að losa sig og bljóðar ámáttlega, og er það hörmulegt að sjá það stríð,
sem bann verður að beyja, þangað til dauðinn gerir loksins enda á
eymdarkvölum hans.
Venjulega er skipt um bandingja í bverri „umvitjun," gömlu band-
ingjarnir drepnir, ef einhver líflóra er eftir í þeim, en aðrir bundnir
í þeirra stað; í þessum fjötrum eru þeir aldrei skemur en 12 stundir,
en þegar slæmt sjóveður er, svo eigi verður vitjað um, eða þegar svo
litil fuglaveiði er, að eigi fást í umvitjaninni svo margir fuglar, að
skipt verði um bandingja, þá verða sömu bandingjarnir að kveljast
dægur eftir dægur og máske sólarhring eftir sólarbring, banhungraðir
með stokkbólgna vængi, og stundum brotnir eða gengnir úr lið, því
eiga uittn það sér stað, einkum þegar lítið er um fugl, að bandingjað
sé með brotnum fugli eða biluðum á annan bátt. - Mikil er miskunn-
semin!!
Heyrt hef ég, að sumum fuglaveiðamönnum þyki beztir til að hæna
fugl á flekana þeir bandingjar, sem arga mest, og líklega kveljast mest
og hrópa mesta hefnd yfir miskunnarleysi mannanna.
Yfirhöfuð er aðferðin við fuglaveiðina við Drangey kvalafull fyrir
fuglinn, því vafalaust líður honum mjög illa, meðan hann er fastur í
snörunum, ekki sízt í stormum og sjógangi, og stundum ber það við,
að fuglinn slítur af sér fæturna í snörunum og flýgur svo á burt, og
má geta sér til um, hve aum ævi hans verður eftir það. En út yfir tekur
þó hin grimmdarlega meðferð á bandingjunum, og tel ég efalaust, að
hún heyri beint undir hegningarlögin.
Vera má að einhverjum, sem vanir eru fuglaveiði við Drangey,
þyki ég hafa tekið of djúpt í árinni viðvíkjandi hinni illu meðferð á
bandingjanum, en þó að ég sé sannfærður um, að ég hafi hér satt mál
að flytja, virði ég þeim til vorkunnar vegna þess, að ég hygg, að vaninn
hafi sljóvgað tilfinningu þeirra fyrir böli bandingjanna, því það er
kunnugt, að kraftur vanans er svo sterkur, að hann getur gjört manninn
sljóvskyggnan, já, alveg blindan fyrir því, sem illt er og ósæmilegt;
meira að segja getur komið því til leiðar, að maðurinn skoði þau verk,
sem ganga glæpi næst, góð og nauðsynleg.
Eg er á þeirri skoðun, að það sé bæði laga- og siðferðisskylda að
leggja niður þann Ijóta vana að bandingja flekana með lifandi
171