Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 174
SKAGFIRÐINGABÓK
fuglum. í þeirra stað þyrfti sjálfsagt að koma eittbvað, sem hcendi
fuglinn á flekana, en að ákveða, hvað heppilegast vceri til þess, eru aðrir
fcerari en ég; aðeins vil ég benda á, hvort eigi vceri reynandi að nota
dauða fugla eða öllu heldur úttroðna fuglahami; auðvitað þyrfti að
skipta um haminn nokkrum sinnum á vertíðinni, en það tel ég enga frá-
gangssök.
Ef menn almennt notuðu fuglahami í bandingja stað, þykir mér
sennilegt, að fuglaflinn mundi verða litlu eða engu minni en áður.
Ég leyfi mér nú að fela hinni háttvirtu sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
málefni þetta til meðferðar, með þeirri ósk, að hún gjöri sitt ýtrasta til
að bceta og milda meðferðina á fuglinum, sem veiddur er við Drangey,
einkum með þvt að banna algjörlega, að viðlögðum sektum, að „band-
ingja" framvegis flekana með lifandi fugli.
Með bezta trausti til mannúðar og miskunnsemi hinnar heiðruðu
sýslunefndar og annarra góðra manna við málleysingjana, sem verða að
láta lífið fyrir okkur mennina, enda ég svo línur þessar.
Hvammi 8. apríl 1896
Sigfús Jónsson.
Til sýslunefndarinnar í Skagafjarðarsýslu.
í sýslunefnd árið 1896 var bókuð svofelld ályktun, eftir að umræður
höfðu staðið um bréf séra Sigfúsar:
„í bréfi dags. 8. þ. m. hefur síra Sigfús Jónsson í Hvammi vakið
athygli á því, hve illa sé farið með hina svonefndu „bandingja," sem
hafðir eru til að hæna fuglinn upp á fleka þá, sem fuglinn er veiddur
á við Drangey, og jafnframt skorar hann á sýslunefndina að hlutast
til um, að önnur aðferð verði tekin upp, t. d. að í stað bandingjanna
verði almennt notaðir fuglshamir eða dauðir fuglar. Máli þessu hefur
verið hreyft í sýslunefndinni og tilraunir verið gerðar með að nota bæði
dauða fugla og fuglahami í staðinn fyrir hina lifandi bandingja, en þær
tilraunir hafa algjörlega mistekizt, enda er það eindregið álit þeirra,
sem bezt eru kunnugir veiðiaðferð við Drangey, að eigi sé unnt að
breyta henni á þann hátt, sem farið er fram á, nema til stórtjóns fyrir
þá, sem veiðina stunda. Samt telur sýslunefndin æskilegt, að frekari
tilraunir verði gerðar í þessa stefnu og felur nefndarmanninum í
172