Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 175
UM FLEKAVEIÐI VIÐ DRANGEY
Skefilsstaðahreppi að gangast fyrir því móti hæfilegri þóknun úr sýslu-
sjóði."
Séra Sigfús var þá sýslunefndarmaður í Skefilsstaðahreppi. Ekki
er ljóst, hvað hann hefur gert í málinu, en væntanlega hefur það verið
að undirlagi hans, að „nokkrir menn á Sauðárkróki" skora árið eftir á
sýslunefnd að taka til íhugunar, hvort ekki mundi heppilegt að reyna
nýja aðferð við bjargfuglaveiði við Drangey, þannig, að veiðin verði
stunduð með „háf," eins og tíðkast í Vestmannaeyjum, Mýrdal, Krísu-
vík og víðar. Bentu þeir jafnframt á mann búsettan á Sauðárkróki,
Einar Jónsson málara, er vanur sé þessari veiðiaðferð og líklega fáan-
legur til að kenna hana.
Sýslunefnd samþykkti að fela Einari að gera tilraun með þetta, og
var honum leyfð háfveiði við Drangey vorið eftir, úr því að átta vikur
voru af sumri. Tilraunin mun ekki hafa borið góðan árangur, og sat
allt við sama um flekaveiðar við Drangey fyrstu áratugi 20. aldar. Loks
var hún bönnuð með lögum árið 1965, eins og áður segir, en þá höfðu
bandingjar ekki verið notaðir um nokkurt árabil.
K. B.
STAKA
Álfur Magnússon (1871-1898), skáld af Suðurlandi, var
vor eitt við fuglatekju í Drangey og kvað þá vísuna:
Hvergi má ég finna frið
fyrir þráum Kára.
Dimma og háa Drangey við
dynur sjávarbára.
(Ur vísnasafni Margeirs Jónssonar á Ógmundarstöðum).
173
L