Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 176
SKÍÐASTAÐAÆTT
SIGURJÓN BJÖRNSSON tók saman.
EfTIRFARANDI drög að skráningu Skiðastaðaættar i Laxárdal ytri
ná einungis yfir eldri ættliðina. Rúmsins vegna var talið hæfilegt að
láta staðar numið, þegar þrír iiðir höfðu verið raktir frá börnum
Gunnars Guðmundssonar á Skíðastöðum. Þá eru óraktir þrír liðir
enn - i einstaka tilvikum fjórir. Nokkru hefur þegar verið safnað
af því efni, þó að meiri hlutann vanti. Standa þó vonir til, að unnt
verði að ijúka endanlegu niðjatali áður en langt um Iíður. Verður
óhjákvæmilegt að birta það í sérstöku riti.
Allir, sem eitthvað hafa í ættfræði grúskað, eru á einu máli um, að
villugjarnt sé á þeim leiðum. Það er því sízt að undra, þótt viðvan-
ingi, sem dútlar við slíkt í stopulum tómstundum, verði á margar
skyssur. Ekki vil ég reyna að afsaka það, en kærkomið væri mér, að
þeir sem betur vita geri mér aðvart um öll missmíði, er þeir finna,
svo að unnt verði að bæta um í annarri gerð. Menn munu einnig sjá
hér, að ekki hefur ávallt tekizt að rekja þrjá liði, né heldur fá alla
þá vitneskju, sem æskileg hefði verið samræmis vegna, s. s. ártöl
o. fl. Vera má, að einhverjir geti bætt þar úr. Jafnframt þessu vil ég
hér með leita liðsinnis allra þeirra Skíðastaðamanna, sem geta frætt
mig um yngri ættliði.
Að lokum þakka ég svo öllum þeim mörgu, sem hafa aðstoðað
mig við samantekt þessa, um leið og ég vona, að hún megi örva ætt-
fræðiáhuga og ættrækni Skagfirðinga.