Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 177
SKÍÐASTAÐAÆTT
Elzti forfaðir Skíðastaðaættar, sem mér er kunnugt um, að
búið hafi á Skíðastöðum í Laxárdal ytri, er Galdra-Tómas. Tómas þessi
var Björnsson 1 Arnbjarnarsonar, ættaður -i föðurkyn af Snæfellsnesi.
Gísli Konráðsson ritar allmikið um Tómas í Sögu Skagstrendinga og
Skagamanna. „Þótti hann eigi góðgjarn í meðallagi og fjölkunnugur,"
segir Gísli og nefnir ýmis dæmi um brögð hans og galdraglettur. -
Tómas keypti Skíðastaði og bjó þar um skeið, laust fyrir miðbik 18.
aldar. Móðir Tómasar hét Guðrún og var Halldórsdóttir, en móðir
hennar, sem einnig hét Guðrún, var laundóttir Gunnars klausturhaldara
á Reynistað, bróður Árna sýslumanns á Hlíðarenda, Gíslasonar.
Galdra-Tómas átti dóttur þá, sem Guðrún hét, og giftist hún Þor-
steini nokkrum Þorvaldssyni og munu þau hafa búið á Hafragili, en ef
til vill einnig á Skíðastöðum um skeið. Sonur þeirra hét Þorvaldur
(f. 1714, d. 1785) og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir (f. 1722, d.
1787). Faðir Þórunnar, Guðmundur, b. og hreppstj. á Skefilsstöðum,
var Jónsson, b. á Bakka í Viðvíkursveit, Sigurðssonar Jónssonar. Um
Sigurð Jónsson farast Jóni Espólín svo orð (Ættartölur): „Skólageng-
inn: lögréttumaður, löghygginn og skynsamur forstands- og manndóms-
maður, átti Guðrúnu dóttur Guðmundar Bjarnasonar á Steiná í Svart-
árdal, bjó þar fyrst, en síðan að Ási í Hegranesi, Bakka og í Kálfárdal,
dó 1689." Foreldrar Sigurðar voru Jón Teitsson, Stóra-Dunhaga,
Björnssonar Jónssonar biskups Arasonar og Þuríður dóttir síra Erlends
Pálssonar (d. 1612), sýslumanns á Holtastöðum, Grímssonar og
fyrstu konu hans Bjargar Kráksdóttur Hallvarðssonar. Björg var hálf-
systir Guðbrands biskups Þorlákssonar. Síra Erlendur var fjórkvæntur,
og er kominn frá honum mikill ættbálkur, sem nefndur er Breiðaból-
staðarætt, dregið af því, að hann hélt um skeið Breiðabólstað í Vestur-
hópi.
í Jarða- og Búendatali í Skagafjarðarsýslu sést, að þau Þorvaldur og
Þórunn eru komin í Skíðastaði árið 1762 og hafa ættmenn þeirra setið
1 Um Björn, föður Tómasar, sem nefndur var Borgargerðis-Björn, hefur
Gísli Konráðsson ritað þátt, sem til er í handriti í Landsbókasafni ísl. — Þess
má geta, að Haraldur Sigurðsson (f. 1882), verzlm. á Sauðárkróki, nú fyrir
skömmu látinn, var 7. maður í beinan karllegg frá Birni Arnbjarnarsyni, skv.
Ættum Skagf.
175