Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 178
SKAGFIRÐINGABÓK
jörðina síðan. Hefur Þorvaldur líldega fengið jörðina að erfðum. Þau
bjuggu þar síðan rausnarbúi. Kunnugt er mér um tvö börn þeirra:
Þorstein b. á Hafragili, er kvæntur var Ingunni Björnsdóttur, systur
Björns b. og meðhjálpara á Herjólfsstöðum, og Guðrúntt (f. 1757).
Launson átti Þorvaldur og, er Eiríkur hét. Guðrún giftist Gunnari frá
Hvalnesi Guðmundssyni, og tóku þau við búi á Skíðastöðum árið 1782.
Guðmundur, faðir Gunnars, var sonur Gunnars Jónssonar (f. um 1682)
b. á Hvalnesi. Hann átti 27 börn með fjórum konum, að því sagt er,
og hefur ýmist verið nefndur Barna-Gunnar eða Hvalnes-Gunnar. Er
frá honum komið mikið margmenni, sem nefnt er Hvalnesætt.
Ætt Hvalnes-Gunnars verður ekki langt rakin með neinni vissu.
Jón faðir hans var Eiríksson, b. í Kelduvík, Jessasonar b. í Ketu,
Jónssonar. Jón Eiríksson „átti Ingibjörgu Þórðardóttur, er sunnan
flúðu úr Grindavík Eyjúlfssonar," segir Espólín í ættartölum sínum.
Móðir Jessa í Ketu er sögð Guðrún Kársdóttir, systir síra Sæmundar
prófasts Kárssonar í Glaumbæ.
Af hinum fjórum konum eða barnsmæðrum Gunnars á Hvalnesi hef
ég aðeins séð einnar getið, Steinunnar, dóttur Sighvats, er bjó á Skíða-
stöðum, er manntalið var tekið 1703, Grettissonar. En óvíst er, hvort
Steinunn hefur verið amma Gunnars á Skíðastöðum, að því er Pémr
Zóphoníasson hyggur (Ætt. Skagf.). Steinunn var í föðurætt af kunnum
Skagaættum, en í móðurætt af Hrólfungum komin.
í Veraldarsögu sinni segir Sveinn frá Mælifellsá, að þau Gunnar og
Guðrún hafi átt 23 börn. Pétur Zóph. (Ætt. Skagf.) getur þess, að
Guðmundur, faðir Gunnars, hafi einnig átt 23 börn. Vera má, að hér
hafi eitthvað skolazt til, þó ekki séu tök á að leiðrétta það. Eg hef ein-
ungis fundið sex af börnum þeirra Gunnars og Guðrúnar, er með vissu
náðu fullorðins aldri. Þau voru:
1. Þorvaldur Gunnarsson (f. 1787, d. 1857), er bjó á Hafragili og
Skefilsstöðum og kvænmr var Ragnheiði Gunnlaugsdótmr á
Gauksstöðum. Þeirra börn voru:1
1 Þorvaldur og Ragnheiður eignuðust níu börn skv. kirkjubókum, sex þeirra
dóu í bernsku, ein dóttir, Guðný (f. 1821), dó 16 ára „af grasserandi slím-
feber."