Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 185
SKÍÐASTAÐAÆTT
frá Þingeyrum. Þau bjuggu á Vindhæli á Skagaströnd. Börn
þeirra voru:
aa) Sigurður (f. 1845), b. á Lækjarbakka á Skagaströnd.
Kona hans var Guðrún Þorkelsdóttir, en þau voru barn-
laus. Með Steinunni Ólafsdóttur (móðir hennar var
Katrín Magnúsdóttir, systir Jóns í Broddanesi, föður sr.
Björns á Miklabæ) eignaðist hann dóttur:
aaa) Ólína (f. 1871), ljósmóðir á Skagaströnd, gift Jóni
Jóhanni Bjarnasyni, formanni á Skagaströnd.
bb) Ólafur (f. 1846). Hann dó á 1. ári.
cc) Ólafur (f. 1847, d. 1881). Hann fór rúmlega tvítugur
suður á Suðurnes og dó þar ókv. og líklega barnlaus.
dd) Guðmundur (f. 1849). Hann drukknaði á Húnaflóa
1887. Ókv. bl.
ee) Sigurlaug Þórdís (f. 1854), gift Ólíver Björnssyni frá
Valagerði. Þau settust að í Vesturheimi. Börn þeirra:
aaa) Guðrún, gift Jakob Ingimundarsyni, bús. í Vestur-
heimi.
bbb) Óla, gift Birni Kelly (Þorsteinssyni), skagfirzkrar
ættar. Þau eru búsett í Vesturheimi.
ccc) Guðbjörg, gift Jóhannesi A. Waltersyni, bús. í
Vesturheimi.
ddd) Jónína (Jenny Pennycock), búsett í Vesturheimi
og gift þarlendum manni.
Guðrún (b) og Ólafur slim samvistir árið 1855 og fluttist þá
Guðrún norður á Skaga. Þar eignaðist hún son með Sölva
Sölvasyni, þá ókv. vinnumanni á Hrauni:
ff) Halldór Björn (f. 1863). Hann drukknaði á Húnaflóa
1887.1 Enda þótt Halldór þessi sé oftar skrifaður Jóns-
son og talinn albróðir þeirra tveggja barna Guðrúnar,
sem næst verða nefnd, hefur hann upprunalega verið
feðraður svo sem hér er greint.
1 Um sjóslysin á Húnaflóa, þegar þeir bræður, Guðmundur og Halldór
fórust, er greinargóð frásögn í „Svipir og Sagnir úr Húnaþingi."
183