Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 187
SKÍÐASTAÐAÆTT
stj. á Hafragili, Gunnarssyni. Sjá síðar um afkomendur þeirra
(6/c).
5. SigríSur Gunnarsdóttir (f. 1794, d. 1872). Með henni átti Vigfús
prestur Reykdal launson:
a) Vigfús Vigfússon Reykdal (f. 1822, d. 1879). Kona hans var
Júlíana María Sveinsdóttir frá Ljótshólum í Svínadal. Þau áttu
eina dóttur:
aa) Ingibjörg (f. 1852, d. 1944), er gift var Magnúsi Björns-
syni, b. á Selnesi. Þeirra börn:
aaa) Björn (f. 1879, d. 1939), b. á Borgarlæk og vkm.
á Sauðárkróki, kv. Karítas Jóhannsdóttur.
bbb) Vigfús (f. 1881), járnsmiður á Sauðárkróki, kv.
Sesselju Stefánsdóttur. Þau skildu.
ccc) Ingibjörg (f. 1885), gift Friðriki Guðvarðssyni á
Grund í Arnameshreppi.
bb) Laundóttir Vigfúsar með Sigurlaugu Eggertsdóttur var
Sigurlaug. Sjá hér að framan um hjúskap hennar og af-
komendur.
cc) Annað launbarn Vigfúsar var Þorlákur Vigfússon Reyk-
dal (f. 1859, d. 1949), bóksali í Reykjavík.
Sigríður Gunnarsdóttir giftist síðar Guðvarði (sem þegar hefur
verið nefndur), launsyni Þorláks b. á Hvalnesi og Gauksstöðum,
Gunnlaugssonar á Gauksstöðum. Móðir Guðvarðs var Ingunn
dóttir Björns Oddssonar á Kaldrana. Þeirra dóttir:
b) Sigríður (f. 1833, d. 1894), er giftist Magnúsi, b. í Ketu og
síðar hreppstj. á Sævarlandi, Gunnarssyni, b. og sáttamanns
í Geitagerði, Magnússonar. Þeirra börn:
aa) Guðvarður (f. 1859, d. 1935), b. á Hafragili, kv. Ingi-
björgu Gunnarsdóttur, b. í Syðra-Vallholti, Gunnarsson-
ar, hreppstj. á Skíðastöðum. Þau eignuðust fjögur börn.
Tveir synir komust til fullorðins ára:
aaa) Magnús (f. 1893, d. 1922), b. á Hafragili. Sjá
framar.
bbb) Gunnar (f. 1895).
185