Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 201
ATHUGASEMDIR
RlTSTJÓRN Skagfirðingabókar hefur tvívegis í formálsorðum heit-
ið á lesendur að senda henni leiðréttingar á missögnum í ritinu, en við þeim
má einatt búast í lesmáli, sem helgað er að mestu persónusögu og staðfræðl. Að-
eins fáar slíkar athugasemdir hafa borizt, og skal þeirra nú getið ásamt lagfær-
ingum frá hendi ritstjórnarinnar sjálfrar, en sleppt er meinlitlum prentvillum.
I, bls. 54: Vísa Grafar-Jóns (Veðramót er mæta jörð) er höfð lítið eitt öðru
vísi í þætti Gísla Konráðssonar af Grafar-Jóni og Staðarmönnum, og vísast
þangað til samanburðar.
I, bls. 100: Sjóslys það á Skagafirði, er frá segir, varð árið 1859. Bátsfor-
maðurinn var Þorkell Þorsteinsson, fyrr bóndi á Gvendarstöðum, síðar á Skegg-
stöðum í Svartárdal, faðir Árna á Geitaskarði. Þorkell hafði umrætt vor flutzt
að Barkarstöðum. Pétur Pétursson, sem nefndur er, var stjúpsonur hans.
I, bls. 103: Missögn er, að Þorleifur Rögnvaldsson hafi flutzt frá Brekkukoti
til Ólafsfjarðar, hann fór fyrst í Stóragerði og þaðan til Ólafsfjarðar 1916 (ekki
1915 eins og stendur í Jarða- og búendatali). Jóhann Ólafsson í Miðhúsum í
Óslandshlíð, sem benti á þetta, segir einnig að ofmælt sé, að Rögnvaldur Rögn-
valdsson hafi verið „sjósóknari mikill", og formaður hafi hann ekki orðið fyrr
en á haustvertíðinni 1898, þ. e. litlu fyrr en hann drukknaði.
Ranghermt er frá drukknun Þórðar Baldvinssonar. Hann fórst í fiskiróðri
nálægt Málmey og með honum fjórir menn, en þrír björguðust. Frá slysför
þessari segir í blaðinu Norðurlandi 10. sept. 1904.
I, bls. 164: Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri sendi ritstjórninni nokkrar at-
huganir varðandi Sigvalda skálda að loknum Iestri þáttarins af honum. Voru
þær vel þegnar. Þar er m. a. gerð fyllri grein fyrir börnum Sigvalda, en að
þessu sinni verður ekki nánar að því vikið, þar eð komið er þá út fyrir það
svið, sem höfundur ætlaði þættinum.
I, bls. 169: Hannes Þorvarðarson, les: Þorvaldsson.
I, bls. 179: Gátuvísurnar „Þó að ég sé mögur og mjó” o. s. frv. hafa einnig
verið eignaðar Sigurjóni Bergvinssyni, að sögn Jóhanns Sveinssonar frá Flögu.
II, bls. 117, 2. lína að neðan: reipi í, les: reipi á.
II, bls. 140: Gunnar Helgason á Sauðárkróki hefur það eftir Sigríði Sigtryggs-
dóttur frá Hóii, að vísa Jóns Gottskálkssonar, sú sem hér er prentuð, sé kveðin
á hlaðinu á Akri við Sigtrygg Jóhannsson á Hóli, sem lánaði Jóni kápu af sér,
eitt sinn þegar Jón bjóst af stað til Ketukirkju, þá hálfsjötugur að aldri. Þessi
tildrög vísunnar eru í alla staði trúleg, og breytist fjórða hendingin samkv. því.
199