Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 11
DANSKIÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
um í fjóra daga. Jörgen Frank var farþegi á Sterling. Ferðin til
Islands gekk vel, og landsýn var fögur í ákjósanlegu veðri.
Til Reykjavíkur kom Sterling í fegursta veðri árla morguns
29- júlí. Danskir fánar og íslensk fálkamerki blöktu í sólskin-
inu á óteljandi bátum um allan sjó til að fagna komu Friðriks
VIII konungs til Reykjavíkur. Nokkrum stundum eftir komu
Sterlings birtist La Cour með skemmtiferðafólk. Rúmlega 100
farþegar komu með þessum tveim skipum. Konungsskipið
Birma kom árla næsta morguns ásamt Atlanta.
Jörgen Frank var nú kominn til Islands, og ennþá var sama
veðurblíðan og mikið um hátíðahöld í sambandi við konungs-
heimsóknina. í tíu daga lágu skipin við festar á legunni og
biðu konungs og fylgdarliðs hans, er farið hafði um Þingvelli
til Geysis og Gullfoss.
Jörgen Frank fór sjóleiðis til Sauðárkróks, en óljóst er með
hvaða skipi hann fór, en sennilega þó strandferðaskipinu Vestu
í ágústmánuði. Fögur þótti honum siglingin inn Skagafjörð, en
á Sauðárkróki ætlaði hann að dveljast næstu tvö árin.
Samkvæmt manntali 1907 bjuggu 433 íbúar á Króknum. En
hvernig staður var Sauðárkrókur 1907? Þar var engin höfn og
heldur ekki föst bryggja. Við uppskipun var notuð flotbryggja,
er rennt var niður í fjöruna og í sjó fram, svo að litlir uppskip-
unarbátar gátu lagst að. Allar vörur voru þá handlangaðar úr
bátunum og upp á „bryggjuna", bornar þaðan á handbörum,
ekið á hjólbörum eða velt.
Árið 1907 má telja merkilegt í sögu Sauðárkróks, en þá var
hinum forna Sauðárhreppi skipt í tvö sveitarfélög, Sauðár-
krókshrepp og Skarðshrepp. Þann 12. júní 1907 fór fram fyrsta
kosning til hreppsnefndar í Sauðárkrókshreppi, og voru 5
menn kosnir. Þeir tóku ekki við glæsilegu búi, þar eð fátækt
var mikil. Einn hreppsnefndarmanna fékk t.d. það sérstaka
verkefni að sjá um sjúkramál fátæklinga í hreppnum og útfarir
þurfalinga. Öðrum var falið „að annast sérstaklega um fátæk-
9