Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 12
SKAGFIRÐINGABÓK
linga hreppsins, er leita styrks eða annarrar hjálpar frá hreppn-
um.“
Þar sem aðeins voru liðnir tveir mánuðir frá stofnun Sauðár-
krókshrepps, má segja, að Jörgen Frank hafi verið með í upp-
byggingu og þróun þessa nýja hreppsfélags frá upphafi, og má
víða sjá það í Sögu Sauðárkróks.
Sauðárkrókur var löggiltur verslunarstaður frá og með 1. jan-
úar 1858, eða 50 árum áður en Jörgen Frank kom til bæjarins.
Oft hafði verið sótt um löggildingu áður, en konungur ávallt
synjað hennar. Þrjátíu og sex ár voru liðin frá því að fyrsti íbú-
inn settist að á Sauðárkróki (1871) en það gerðist 13 árum eftir
að Sauðárkrókur var löggiltur sem verslunarstaður. Vöxtur
þorpsins var mjög ör, og skipulag þótti gott og betra en títt var
um sjávarþorp á Islandi, og var Sauðárkrókur einn best hýsti
kaupstaður landsins. Þar voru mörg timburhús, en fáir torfbæ-
ir. Um aldamótin var Sauðárkrókur orðinn stærsti kaupstaður
norðanlands utan Akureyrar, með 347 íbúa, og stækkaði óðum.
Margir iðnaðarmenn settust að á Sauðárkróki. Er Jörgen Frank
kom til Sauðárkróks voru þar fyrir tveir úrsmiðir, söðlasmiðir,
skósmiðir, ljósmyndari, bókbindari, klæðskeri, saumakonur,
bakari, járnsmiðir, snikkarar (trésmiðir/húsasmiðir) og sjálfsagt
fleiri, þó að ég viti ekki um þá.
Kaupmenn settust og að á Sauðárkróki og munu hafa verið
um 10 árið 1907 eða jafnmargir og á Akureyri. Allmargir
Danir voru við verslanir á Sauðárkróki, búðarþjónar og kaup-
menn. Munu Ludvig Popp og Christian Popp vera þeirra
þekktastir, enda umsvifamestir. Sauðárkróksþorp byggðist í
krikanum, sem þá var á milli Gönguskarðsár og Sauðár. Þar var
mjög hrjóstrugt, ekki stingandi strá, aðeins möl og sandur og
mikil bleyta og oft mikill vatnsagi er kom niður Nafirnar, en
bætt var úr þessu með fyrirhleðslum, og svo var farið að rækta
og sá; fyrsti túnbletturinn var líklega sleginn sumarið 1889-
Höfnin var afleit, ef höfn skyldi kalla. Innsiglingarljós með lit-
uðum glerjum voru sett upp árið 1900. Vegir voru engir, að-
10