Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 16
SKAGFIRÐINGABÓK
1908. En hvað átti Jörgen Frank nú að taka sér fyrir hendur?
Hann kunni vel við sig á Sauðárkróki og hafði eignast marga
vini, og ástin hafði hreiðrað um sig í brjósti hans.
Skagfirðingar og Sauðárkróksbúar voru Jörgen Frank að
skapi. Hann kunni að meta frelsið og hugsanagang Króksara
og stórhug þeirra. Stöðugt var verið að vinna að nýjum fram-
kvæmdum fyrir þetta unga hreppsfélag. Hann ákvað að verða
kyrr á Króknum og setja upp úrsmíðaverkstæði. Og til að und-
irbúa sig fyrir eigin rekstur fór hann til Danmerkur að afla sér
viðskiptasambanda og heimsækja fjölskyldu sína. Þá sá hann
foreldra sína í síðasta sinn. Hann hafði í huga að koma aftur til
Horsens innan fárra ára, en það urðu 26 ár. Hann mun hafa far-
ið þessa ferð með norska skipinu Lýru, sem kom m.a. við í
Bergen, þar þótti honum útsýnið af Flöjen fagurt og minntist
oft á það síðar. I þessari ferð urðu þeir vinir skipstjórinn og
Jörgen Frank, sem alls staðar kom sér vel og vann traust manna
með fágaðri framkomu og danskri kímni. Svo spilaði hann
lomber og þótti allgóður í því spili.
Yið heimkomuna til Sauðárkróks hófst hann handa við að
stofnsetja fyrirtæki sitt í húsinu Baldri, er verið hafði barna-
skóli staðarins og stóð þar sem nú er verslun Haraldar Júlíus-
sonar við Aðalgötu 24. Þetta hús losnaði, er nýr barnaskóli
hafði verið reistur og tekið til starfa 1908. Jörgen Frank keypti
Baldur á 900 kr. árið 1910. Er húsið var byggt, 1881, hafði
það kostað uppkomið 2.500 kr. Hvers vegna hann fékk húsið
svo ódýrt er ekki vitað, en það var síðar selt á 2.500 kr. Húsið
var að vísu nær 30 ára gamalt og þurfti að breyta því talsvert,
svo að það hentaði til verslunar og íbúðar. Fyrirtækið J. Fr.
Michelsen úrsmíðavinnustofa var stofnað 1. júlí 1909-
Við skulum nú yfirgefa Jörgen Frank um sinn og skreppa til
Akureyrar. Þar er ung stúlka að nafni Guðrún Pálsdóttir, fædd
9. ágúst 1886 á Draflastöðum í Sölvadal í Eyjafirði, og voru
foreldrar hennar Páll Ólafsson bóndi þar og Kristín Gunn-
laugsdóttir kona hans. Kristín hafði komið til Páls í vandræð-
14