Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 18
SKAGFIRÐINGABÓK
bjuggu fyrst á Akureyri, en síðar í Reykjavík. Þá er að nefna
Jóhannes, sem lærði trésmíði á Sauðárkróki hjá mági sínum
Steindóri Jónssyni, en varð síðar málarameistari á Akureyri.
Kona hans var Sigríður Heiðar. Þá kom Jón, er varð landskunn-
ur glímumaður, sýndi m.a. glímu á ólympíuleikunum í
London 1908 ásamt glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar. Jón
kvæntist í Ameríku pólskri konu. Þau eignuðust ekki afkom-
endur. Jón kom ekki aftur til Islands úr glímusýningarferða-
lagi sínu. Yngst var Elínborg og giftist Arna Knudsen skrif-
stofumanni. Þau slitu samvistum. Elínborg stundaði um tíma
verslunarstörf hjá Jörgen Frank, síðar á Siglufirði og Reykja-
vík. Hún varð elst þeirra systkina, 99 ára.
Guðrún var elsta barn þeirra Páls og Kristínar, og hlaut hún
því ung mikla ábyrgð, því að snemma kom í hennar hlut að
annast yngri systkini sín. Og svo var hún bráðger til allrar
vinnu og slík var samviskusemi hennar, að ekki var hún nema
8 eða 9 ára gömul, þegar hún þótti fullfær um að vinna fyrir sér
sjálf og gekk þá í þjónustu vandalausra. Hafði verið til þess
ætlast, að henni gæfist kostur á bóknámi með vinnunni, en úr
því varð lítið, en þeim mun meir var henni haldið að vinnu.
Féll henni vistin því ekki alls kostar vel, þar sem hún var bók-
hneigð og þráði að mega læra. Hafði hún enda vanist því að sjá
föður sinn handleika bækur og heyra hjá honum virðingu fyrir
menntun. Var Páll sérlega bókhneigður, svo að hann settist
vart niður, ef frístund gafst, jafnvel þó stutt væri, að hann gripi
ekki til bókar. En hagur Guðrúnar vænkaðist þegar hún komst
um 13 ára gömul til þeirra hjóna Sigurlínar Jónasdóttur og
Davíðs hreppstjóra Jónssonar á Kroppi í Eyjafirði. Þar dvaldist
hún nokkur ár og fékk nú að læra það, sem hún lengi hafði
þráð. Á þessu tímabili var hún fermd í gömlu Grundarkirkj-
unni, og æ síðan var þessi staður og þetta tímabil umlukið
kærleikshlýju í huga hennar. Frá heimili þeirra Sigurlínu og
16
j