Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 20
SKAGFIRÐINGABÓK
í vist til séra Matthíasar Eggertssonar, og hjá þeim hjónum
þótti henni gott að vera og skapaðist vinátta þeirra á milli. í
Grímsey mun Guðrún hafa dvalið um árs skeið, en síðan lá leið
hennar í Laufás við Eyjafjörð, og sá tími, sem hún var þar, var
gleðitími og hamingju, því henni leið vel hjá prestshjónunum
Ingibjörgu og Birni Björnssyni. En að ári liðnu fékk hún sig
lausa úr vistinni hjá þeim til þess að fara til Sauðárkróks árið
1908, en þar var María systir hennar búsett. En æ síðan höfðu
þær samband sín á milli Guðrún og prestsfrúin í Laufási, enda
hafði hún verið Guðrúnu sérlega góð, og stóð vinátta þeirra
meðan báðar lifðu.
Steindór og María sáu um rekstur Sjúkrahússins á Sauðár-
•króki, og vann Guðrún hjá þeim um tíma, en réðst fljótlega til
Christians Popps kaupmanns til aðstoðar við heimilisstörf í
Villa Nova, sem þá var eitt glæsilegasta íbúðarhús á Islandi og
stendur ennþá. Ungar stúlkur sóttust eftir að komast í vist hjá
frú Popp, sem þótti góð húsmóðir. Af henni mátti margt læra,
sem óþekkt var hér í Skagafirði. Poppfjölskylan var dönsk og
hafði gott orð á sér. Ludvig Popp, faðir Christians, verslaði hér
um langt árabil. Hann fluttist til Sauðárkróks árið 1886 eða
sama árið og Guðrún fæddist. Ludvig og Christian voru á
margan hátt hinir nýtustu borgarar á Sauðárkróki eins og segir
í Sögu Sauðárkróks.
Húsmóðir Guðrúnar hét Paula Anna Lovisa Popp og talaði
Guðrún jafnan lofsamlega um þau Poppshjónin. Þar lærði hún
m.a. margvíslegar aðferðir við matargerð, hannyrðir og hús-
stjórn, sem kom henni vel síðar, er hún eignaðist sitt eigið
heimili. En nú urðu þáttaskil í lífi Guðrúnar. Ursmiðurinn
danski var að sjálfsögðu boðinn til Poppshjónanna, og svo fór
fljótlega, að náinn kunningsskapur varð á milli Guðrúnar Páls-
dóttur og Jörgens Franks, sem leiddi til brúðkaups þeirra 10.
júní 1910, og hófu þau búskap sinn í Baldri, og þar fæddust
þrjár elstu dæturnar.
18