Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 21
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
í norðurenda hússins var verslun þeirra og úrsmíðavinnu-
stofa. Allmikið var að gera við úraviðgerðir því að Jörgen
Frank hafði unnið sér nafn sem góður fagmaður og orðheldinn.
Er Jörgen Frank stofnaði sitt fyrirtæki 1909 var annar úrsmið-
ur á Sauðárkróki, Pétur Sighvats, er byrjaði á Sauðárkróki 1903
og hafði lítils háttar verslun í sambandi við iðn sína. Hann var
og símstjóri staðarins. En þegar rafmagn kom á Krókinn sneri
Pétur sér að raflögnum og að leggja miðstöðvar og hætti hann
þá viðgerðum á úrum. Pétur og synir hans voru miklir hag-
leiksmenn, og má segja, að allt léki í höndum þeirra.
í Sögu Sauðárkróks segir svo um vatnsveitumálin: „Árið
1907 eða 1908 var eins konar vatnsleiðsla lögð í sjúkrahúsið,
og um líkt leyti komu stöku menn sér upp veitu, svo sem
Kristján Gíslason, Stefán faktor og Michelsen úrsmiður, eftir
að hann keypti gamla barnaskólann, 1909“.
Húseigendur urðu að greiða sérgjald fyrir vatnshana, sem
notaðir voru við að vökva garða, einnig sex krónu aukagjald
fyrir hvert vatnssalerni árlega; það þótti sumum þungur skatt-
ur og ekki líklegur til að auka hreinlæti í bænum. Vatnsgjald-
ið mátti innheimta frá 1. september 1912, en þá var vatnsveit-
an fúllgerð.
Seint á árinu 1912 kaupa Guðrún og Jörgen Frank svokallað
Sýslumannshús, nú Aðalgata 16. Kaupverðið var 8.000 kr. Þrír
sýslumenn höfðu búið í húsinu. Nafni hússins var breytt í
Laufás eftir prestsetrinu Laufási í Eyjafirði. Ekki áttu þau Guð-
rún og Jörgen Frank nægilegt fé til að kaupa Sýslumannshúsið,
en það mál leystist með aðstoð góðra manna. Þau fluttu í húsið
í ársbyrjun 1913.
Þetta er timburhús, ein hæð með risi og kjallara, klæðningin
lóðrétt með mjóum listum yfir rifum og var málað í frekar Ijós-
um grænum lit. Síðar var húsið klætt með eirblönduðu járni,
er leit út sem hleðslugrjót. Þetta mun hafa verið 1932-33.
Verkið var unnið af bræðrunum frá Víkum á Skaga, þeim
19