Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 22
SKAGFIRÐINGABÓK
Karli, Hilmari og Leó Árnasonum. Þá var húsið málað ljós-
grænt, gluggar dökkir, þakið og reykháfur tjargað. Þau létu
jafnframt breyta innréttingum talsvert.
Verslunarpláss var fyrir miðju götumegin. Ursmíðavinnu-
stofa var í suðvesturhorninu og svo skrifstofa og setustofa að
sunnan. Meðfram norðurhliðinni var borðstofa. Fyrir miðju
sjávarmegin var allstórt eldhús með inngangi frá skúrbygg-
ingu, sem var í raun aðalinngangur í húsið. Úr eldhúsinu lá
stigi upp á loftið, en undir stiganum var hleri yfir kjallarastiga.
Síðar voru höfð endaskipti á hlutverki suður- og norðurstof-
unnar. Borðstofan var flutt í suðurenda og skilrúm tekið til
stækkunar á borðstofunni. Úrsmíðavinnustofan var flutt í
norðvesturhornið og skrifstofan meðfram norðurvegg. Fram-
undan kjallarastiga var stórt og gott búr með trégólfi í norð-
vesturhorni kjallarans. Hægra megin við stigann var mó-
geymsla, síðar kolageymsla, þá var og inngangur í kjallarann á
austurhlið. Að sunnan og vestan var geymsla fyrir haustmat,
tunnur með slátri, kjöti og fleiru. Annað lítið herbergi var í
suðausturhorni, það var með trégólfi. Fyrir glugga voru járn-
rimlar. Þetta herbergi var mjög sterklegt og munu sýslumenn-
irnir, er áður bjuggu í húsinu, hafa notað það fyrir fanga-
geymslu tímabundið. Annað rými kjallarans var óinnréttað og
notað fyrir ýmsan varning. Gluggar voru á öllum vistarverum
kjallarans.
Tveir kvistir voru á húsinu. I vesturkvistinum var hjónaher-
bergið, þar sváfu og börn. I austurkvistinum sváfu vinnukonur
meðan þær voru. Á suðurloftinu sváfu börnin. En til hliðar að
suðvestan var fataherbergi undir súð, en manngengt. I norður-
herberginu svaf vinnumaður í nokkra vetur. Elstu systurnar
fengu herbergið, er þær voru heima, annars sváfu þar gestir.
Lítið súðarherbergi var í norðvesturhorninu, er notað var til
geymslu á viðkvæmum matvælum. Uppgangur á loftið lá upp
í austurkvistinn norðanvert. Úr gangglugganum var dásamlegt
20