Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 25
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
og sjö synir, og fæddust þeir allir í húsinu Laufási. Þessi voru
börn þeirra:
Karen Edith, prjónakona, f. 2. ágúst 1910, d. 20. febrúar 1965-
Pála Elínborg, prjónakona, f. 24. ágúst 1911.
Hulda Ester, ljósmyndari, f. 26. nóv. 1912, d. 29- ágúst 1985-
Franch Bertholt, úrsmíðameistari, f. 31. desember 1913-
Maki: Guðný Guðrún Jónsdðttir, f. 11. mars 1921.
Kristín Rósa, f. 5 mars 1915, d. 25. desember 1917.
Georg Bernharð, bakarameistari, f. 20. maí 1916.
Maki: Jytte Petersen, f. 28. júní 1923.
Paul Valdimar, garðyrkjumaður, f. 17. júlí 1917, d. 27. maí 1995.
Maki: Sigríður Ragnarsdóttir, f. 14. febrúar 1916, d. 7. júní
1988.
Aðalsteinn Gottfreð, bifvélameistari, f. 28. október 1918, d. 9.
desember 1994. Maki: Hildur Bjömsdóttir, f. 15. júní 1916,
d. 17. júlí 1988.
Ottó Alfreð, forstjóri, f. 10. júní 1920, d. 11. júní 2000.
Maki: Gyða Jónsdóttir, f. 4. ágúst 1924.
Elsa María, húsmóðir, f. 12. maí 1922, d. 6. febrúar 1976.
Maki: Valgeir Scheving Kristmundsson, f. 18. apríl 1921.
Kristinn Pálmi, verslunarstjóri, f. 5. mars 1926. Maki: Anna
Kristín Karlsdóttir, f. 4. júlí 1929, d. 15. janúar 1987.
Sambýliskona: Margre't Þorgeirsdóttir, f. 5. maí 1931-
Aage Valtýr, verktaki, f. 10. október 1928. Maki: Kristín Björg
Jóhannesdóttir, f. 19- desember 1928.
Ég hefi hér að framan nefnt foreldra mína með fornöfnum,
Guðrúnu og Jörgen Frank. Mér fannst ég ekki geta rætt um
þau sem foreldra mína fyrr en ég væri sjálfur fæddur. En nú er
ég kominn til sögunnar og get því nefnt þau sem mömmu og
pabba. Pabbi hafði jafnan „mörg járn í eldinum". Það hefði
hann ekki getað nema með mömmu sér við hlið.
Móðir mín þótti fríð kona, hafði allmikið skollitað hár, er
23