Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 26
SKAGFIRÐINGABÓK
hún skipti í miðju og greiddi í tvær fléttur, sem hún vafði oft
um höfuðið. Andlitið var sérlega slétt allt til hins síðasta. Aug-
un voru kembingslit. Hún var svipmikil með frekar alvarlegt
yfirbragð. Hún var yfirveguð í fasi, í meðallagi á hæð og gerð-
ist frekar holdug með árunum. A fyrri árum gekk hún í peysu-
fötum á helgum dögum, en kom sér svo upp smekklegum
upphlut.
Eg minnist þess ekki, að mamma skammaði okkur strákana
þótt ýmislegt hafi gengið á hjá okkur, og aldrei sló hún til
okkar. Hún talaði alvarlega til okkar, og við hlýddum. Og þeg-
ar eitthvað bjátaði á, leituðum við til hennar; hún var mikill
sáttasemjari. Hún gat greitt úr málunum, aldrei var hún hvöss
eða óþolinmóð. Mamma var næm og hafði nokkra yfirskilvit-
lega hæfileika. Hún varð vör við ýmislegt, sem aðrir skynjuðu
ekki. Eg minnist þess að hún sagði að morgni: „Álfarnir voru
að flytja, þeir fóru hér um götur í nótt.“ Hana dreymdi og fyrir
gestakomum, t.d. dreymdi hana vissa dýrategund og sagði þá
við okkur, er við komum á fætur: „Nú kemur einhver frá Ási
eða Rfp í dag, mig dreymdi fyrir því í nótt“. Það brást ekki,
einhver kom frá þessum bæjum.
Ríkur þáttur í eðli móður minnar var hjálpsemi, og sendi
hún ýmis matföng til fátækra. Við strákarnir vorum sendir
með þetta og áttum að fara leynt með. Stundum komu og fá-
tækar konur til hennar til skrafs og ráðagerða og fengu góð-
gerðir. Ekki skipti pabbi sér neitt af þessu, en ég fann, að hún
vildi ekki láta bera á hjálpsemi sinni.
Mamma var heimakær og var t.d. ekki í kvenfélaginu, sem
þó þótti fínt. Einu máli beitti hún sér þó fyrir, en það var að
safna fyrir elliheimili. Hún átti nokkrar vinkonur úr alþýðu-
stétt í nágrenni okkar og heimsótti þær af og til og þær hana.
Oftast kom Guðný Jónasdóttir, ekkja eftir Magnús Benedikts-
son formann. Guðný var væn kona og annáluð fyrir dugnað. Þá
kom og kona, sem mér er sérlega minnisstæð og hét Sigríður
Jónsdóttir. Maður hennar var Pétur Hannesson verkamaður og
24