Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 29
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
Brúðhjónin Kristinn Michelsen og Anna Kristín Karlsdóttir. Aðrir eru
f.v.: Pála, Ottó, Karen, Jytte Petersen, Georg, Guðný Guðrún Jóns-
dóttir, Franch, Hildur Björnsdóttir, Aðalsteinn, Sigríður Ragnarsdóttir,
Páll, Kristín Jóhannesdóttir og Aage. Ljósm. Pétur Thomsen.
Viðgerðir á úrum og skartgripum gáfu ekki það mikið af sér að
nægði til að framfleyta fjölskyldunni. Það var því gripið til
ýmissa ráða, svo sem skepnuhalds. Er faðir minn kom til Sauð-
árkróks 1907 áttu t.d. aðeins 15 framteljendur kýr, sumir eina
eða tvær í samlögum, aðeins einn átti tvær kýr. Búpeningi
fjölgaði með árunum, en hægt, sérstaklega á stríðsárunum
1914—18. I Sögu Sauðárkróks segir: „Michelsen úrsmiður, barn-
margur maður og fátækur, að minnsta kosti framan af árum,
átti einna fjölbreytilegastan búpening á Sauðárkróki. Hann átti
hesta, kýr, kindur, hænsni, endur, gæsir, svín, kanxnur og geit-
ur, en með tveim geitum hóf hann búskap sinn. Hann stundaði
fyrstur manna svínarækt á Sauðárkróki." Arið 1912 hafa for-
eldrar mínir eina kú, og upp úr kartöflugarði fá þau tvær tunn-
27