Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
ur. Eftir 1918 hafa þau ávallt tvær kýr, og garðrækt var oft
mikil, árið 1939 fá þau t.d. 20 tunnur af kartöflum og 20
tunnur af rófum. Af þessu sést, að garðurinn sunnan og austan
við húsið gaf vel af sér. Þar sem ég var elstur af bræðrunum
kom mikið í minn hlut að reyta arfann, og gerði ég það ekki
með glöðu geði.
En hvar átti að geyma alla þessa uppskeru, er foreldrar mínir
fengu upp úr görðum sínum? Þarna fór pabbi nýja leið, er var
óþekkt á Króknum. Hann byggði jarðhús ofarlega í Kirkju-
klauf, þar sem sól náði lítt til. Utveggirnir voru steyptir og
mjög þykkir, einnig þakið sem var úr torfi. Þarna varð mjög
örugg kartöflugeymsla, er kom sér vel og var mikið notuð.
Þessi geymsla mun vera til enn í dag.
I Sögu Sauðárkróks segir, að Michelsen úrsmiður sé með
áhugasömustu garðyrkjumönnum í bænum. Kindur áttu þau í
mörg ár, t.d. 1920 áttu þau 20 kindur. Áður áttu þau geitur,
eins og margir á Króknum. Árið 1913 eignuðust þau tvo hesta.
Hesta áttu þau eftir það allt til 1929, stundum mörg hross, t.d.
7 árið 1920. Hagagöngu höfðu þau fyrir hrossin í Utanverðu-
nesi hjá Magnúsi Gunnarssyni bónda. Lengst af áttu þau gráan
hest, sem var talinn mjög góður, þó klárgengur væri.
Á haustin voru tekin mörg slátur, og tók marga daga að
ganga frá þessum vetrarforða. Á hverju hausti keypti pabbi
einn stórgrip, hest eða naut, og í mörg ár fékk hann nokkra
sauði frá Árna bónda í Víkum á Skaga. Þetta var úrvalskjöt og
var spaðsaltað og sumt sett í reyk. I mörg ár, áður en frysti-
hús Sláturfélags Skagfirðinga hóf starfsemi sína 1930, var soðið
niður í stórar dósir. Pabbi kenndi mér að lóða (tinkveikja) lok-
ið á dósirnar. Mamma steikti og gekk frá kjötinu. Þessi aðferð
reyndist vel og líkaði ágætlega, og var þetta hátíðamatur á jól-
um og við stærri hátíðleg tækifæri, t.d. þegar gestir voru í mat,
sem var oft.
Haust eitt kom bóndi nokkur úr Lýtingsstaðahreppi til
pabba og bauð honum kind á fæti í mjög góðum holdum og
28