Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 32
SKAGFIRÐIN GABÓK
Er kom að skólagöngu, þá minnist ég þess, að eldri konur
voru fengnar til að kenna okkur að lesa, og gengum við til
þeirra. Um tíma var heimiliskennari, Guðmundur Andrésson
dýralæknir. Mamma hafði yfirumsjón með þessum málum.
Áður en ég hóf skólagöngu á Sauðárkróki, var ég í farskóla í
Hegranesi frá ársbyrjun 1924 til vors, á þessum bæjum: Ríp,
Ási, Egg og Keflavík, en þangað gekk ég frá Garði. Kennari
var Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Brennigerði. Hann
varð síðar kennari á Sauðárkróki, Ijúfur og góður kennari.
Jólin voru mikil hátíð hjá okkur. Þá kom margt óvænt, eins
og t.d. epli og appelsínur, sem voru annars ekki á markaðnum.
Heimatilbúin jólatré voru víða. Er ég gat haldið á hamri, sög
og hefli var ég látinn smíða jólatré, um það bil 120 cm hátt.
Svo vorum við send upp að Hlíðarenda til að ná í lynghríslur
og setja á tréð. Jólapokar og kramarhús voru útbúin úr mislit-
um pappír. Farið var eftir teikningum úr dönskum blöðum.
Rafmagn var ekki komið til að lýsa upp. Logandi jólakerti voru
sett á tréð, en varlega var farið með allan opinn eld.
Mesta eftirvæntingin var jólapakkinn frá Kristine systur
pabba í Horsens. Þar var margt spennandi fyrir börn eins og
t.d. myndablöð með Knold og Tot, Litla og Stóra og fleiri
frægum „persónum". Eg, sem fyrsti bróðursonur Kristine, fékk
undurfagran rugguhest, með húð, tagl og fax. Svo var það um
vorið, er pabbi og aðstoðarmaður hans voru að klippa tagl og
fax af hestum háns á lóðinni bak við húsið, að ég gerði slíkt hið
sama við minn Rauð!
Á stórhátíðum fóru foreldrar okkar venjulega til kirkju og
sátu þá ávallt á sama stað í kirkjunni. Pabbi fór oft einn á
sunnudögum til kirkju. Eg minnist þess ekki, að hann ræddi
við okkur um trúmál, en hann hvatti okkur til að sækja kirkju.
Mamma var trúuð og kenndi okkur bænir og vers. Hún flíkaði
lítt sínum trúmálum.
I mörg ár var tekinn upp mór uppi í Hálsum. Samkvæmt
skýrslum var um allmikinn mó að ræða, t.d. 122 hestburði árið
30