Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 34
SKAGFIRÐINGABÓK
aði pabbi í tvær stórar tunnur, hjó þá niður í smá bita, mamma
sauð þá og gaf kúnum í fóðurbæti. Ég mun þá hafa verið
12—14 ára.
Þegar staðið er í búrekstri þarf fóður, en það spratt lítið sem
ekkert gras í landi Sauðárkróks. Steindór Jónsson hafði komið
sér upp nokkrum grasnytjum sunnan við þorpið, þar sem
íþróttavöllurinn er nú, og gekk undir nafninu Flæðar. Sauð-
áin rann þar í gegn. Á vorin var hún stífluð með hlöðnum torf-
garði að norðan, þar sem sundlaugin er nú. Þessi áveita þótti
góð, og spratt þarna allvel. Á sólskinsdögum varð vatnið vel
volgt, og notuðu smástrákar það oft til sundæfinga. Á svæðinu
norðan við, þar sem Skagfirðingabúð er nú og austan Skagfirð-
ingabrautar, voru sæmileg tún ræktuð niður undir Fornós og
voru í eigu Jónasar læknis, Tómasar Gíslasonar kaupmanns,
Kristins P. Briem kaupmanns og föður míns. Það var langt frá
því, að þetta tún nægði pabba. Hann tók á leigu engi í nokkur
sumur hjá sr. Hallgrími Thorlacius í Glaumbæjarmýrum, og
kaupafólk sá um heyskapinn. Heyið var svo flutt á sleða til
Sauðárkróks, þegar vötn voru komin undir ís.
Mig minnir að pabbi hafi haft þessar engjar í tvö eða þrjú
sumur, en þá færði hann sig nær Sauðárkróki, í Staðarmýrar.
Jón alþingismaður Sigurðsson á Reynistað leigði pabba mýrar-
land, er lá frá bökkum Héraðsvatna, gegnt Hróarsdal. Þetta var
grasgefið land, en mjög blautt og þurfti að vaga nær öllu heyi
upp á þurran bakka Héraðsvatna.
Hróarsdalsbræður byggðu fyrir pabba rúmgóðan torfkofa
með bárujárnsþaki, er var tvöfaldaður að stærð strax á næsta ári
og var nú með tvö „herbergi" og var svefnpláss í öðru (flat-
sæng), en hitt var notað til eldunar og þar var borðað.
Heyskapurinn mun hafa staðið yfir í fjórar vikur. Mamma lá
þarna við ásamt þeim hluta af börnunum, er ekki hafði verið
komið fyrir á sveitabæjum. Pabbi kom um helgar. Þau höfðu
kaupamann, Gísla Þórarinsson frá Stóru-Gröf, en hann svaf
heima hjá sér og gekk á milli.
32