Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 36
SKAGFIRÐINGABÓK
mig. Hann sagði okkur frá svaðilför, er hann lenti í á Mikla-
vatni. Isinn brast skyndilega undan hestinum, sem féll niður
um ísinn, en gat staðið í botni og haldið hausnum upp úr.
Sleðinn féll ekki niður um ísinn. Hesturinn braust um, en
komst ekki upp á skörina. Pabbi og fylgdarmaður hans þurftu
að fara ofan í vökina til að losa sleðakjálkana frá hestinum og
reyna að hjálpa honum upp, en ekkert gekk. Hesturinn var far-
inn að kólna, og leist pabba orðið illa á, að þeir næðu honum
upp. En þá kom honum ráð í hug, sem síðasta úrræði. Hann
átti flösku með sterku brennivíni í fórum sínum, er hann ætl-
aði að gleðja vini sína í sveitinni með. Því ekki að gefa hestin-
um snafs? Hann hellti nú góðum slurk upp í klárinn. Við það
tók hann mikið viðbragð og rykkti sér upp á skörina. Var nú
förinni haldið áfram yfir í Hróarsdal, þar sem þeir fengu höfð-
inglegar móttökur og aðhlynningu hjá Lilju Jónsdóttur hús-
freyju og börnum hennar. Á meðan Hróarsdalsbræður gengu
frá heyinu á sleðanum, skrapp pabbi að Ríp. Heimferðin gekk
vel, og varð engum meint af.
Mjólk þurfti heyskaparfólkið á bökkunum. Tvær kýr voru
hjá okkur í fjósi, og þurfti að koma þeim fram í Hróarsdal í
Hegranesi. Var nú gerður út kúaleiðangur undir minni stjórn.
Georg teymdi aðra kúna, en ég hina. Aðalsteinn rak á eftir. Ég
hafði verið nokkur sumur í sveit að Ási og Ríp í Hegranesi og
hafði komið á alla bæi og var vel kunnugur öllum leiðum. Nið-
ur að Vesturósi var talinn klukkustundargangur, en við vorum
mun lengur. Kýrnar taka nú lífinu með ró. Við fórum af stað
fyrir hádegi. Okkur miðaði sæmilega þó hægt færum. Er við
fórum um Helluland, kom út Ragnheiður Konráðsdóttir hús-
freyja og gaf okkur mjólk að drekka og kökur með. Það kom
sér vel, við vorum þyrstir orðnir. Veður var gott. Er við komum
í Hróarsdal, var tekið á móti okkur, og fengum við góðgerðir
og vorum við svo ferjaðir vestur yfir Héraðsvötnin. Kýrnar
voru geymdar í Hróarsdal og mjólkaðar þar. Mjólkin var send
til okkar tvisvar á dag.
34