Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 37
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
Mörg góð samskipti voru á milli foreldra minna og Hróars-
dalsheimilisins. Þar bjó Lilja Jónsdóttir (1872-1935) og Jónas
Jónsson (1840—1927) bóndi og smáskammtalæknir. Þau áttu
saman 13 börn. Jónas var þiíkvæntur og sagði mér þá ég spurði
hann, er ég kom í sendiferð frá Ríp, hve mörg börn hann ætti?
„Eg á 32 börn er ég veit um.“ Einn Hróarsdalsbræðranna spil-
aði á harmoniku, og á góðviðriskvöldum kom hann út á hlað
og spilaði. Við heyrðum vel til hans vestur yfir Héraðsvötnin í
kvöldkyrrðinni. Er heyskap lauk var fjölskyldan í Hróarsdal
kvödd, og við bræðurnir héldum heim með kýrnar sömu leið
og áður. Pabbi kom með stóran tvíhjóla vagn, er hann átti og
sótti mömmu, krakkana og búslóðina.
Er Sauðárkrókur eignaðist jörðina Sauðá, fékk pabbi hluta af
Sauðártúninu, þar sem nú er sjúkrahúsið, og óræktað land þar
fyrir sunnan og niður við Skagfirðingabraut. Það land lét hann
plægja og herfa og fékk nú gott tún. Á árunum 1935 og 1936
varð túnræktaraukning Króksara veruleg. Matjurtargarðar stækk-
uðu einnig heilmikið, og engjabúskap var nú hætt. Mikil at-
vinna varð hjá okkur strákunum við ræktunina, og minnist ég
þess, að eitt vorið keyrði ég 100 kerrum af áburði fram á Sauðá.
Eins og allir aðrir alvörubændur hafði pabbi tvö mörk. Ann-
að var gagnbiti hægra, hvatrifa vinstra, sem var hrossamark. En
hitt var stýft fjaðrir tvær framan hægra, stýft fjöður aftan vin-
stra, sem var fjármark. Brennimark var J.F.M.
I Sögu Sauðárkróks segir Kristmundur Bjarnason fræðimað-
ur: „Michelsen úrsmiður náði aldrei fullum tökum á íslensku
máli, frekar en fjöldi Dana, sem ílentust hérlendis, en var eigi
að síður með gegnustu borgurum bæjarins."
Frá því í janúar 1920 til ársloka 1921 lá starfsemi Verslunar-
mannafélagsins niðri. I desembermánuði síðastnefnt ár gerði
Haraldur Júlíusson tilraun til að blása lífi í félagið á nýjan leik,
og með honum stóð Frank Michelsen úrsmiður, og var fundur
haldinn heima hjá okkur. Fundarsókn var sem áður dræm. Á
þessum árum var Pétur Sighvats fundarritari og brá oft á glens
35