Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 38
SKAGFIRÐINGABÓK
til að hressa mannskapinn. Árið 1922 segir hann svo: „Þá
mættu tveir félagar, og voru þeir fræddir um afköst og stór-
virki fundarins. En þá snýtti formaður sér og bað menn ræða
með andagift — og tók því næst sjálfur til máls. Þá hélt Sigur-
geir laglega ræðu; aftur þögn.“ - Enn var rætt um að halda frí-
dag verslunarmanna hátíðlegan: „Kristján Gíslason hóf um-
ræður og var málinu hlynntur. Þá rók til máls Michelsen.
Hann kvaðst tala sama og Kristján Gíslason talaði og kvartaði
undan því, að fólk krávlaði inn um bakdyr á sunnudögum."
Sumum þótti þetta ekki tiltökumál, en vildu hins vegar ræða
sunnudagsverslunina við tækifæri. Jafnan voru skiptar skoðan-
ir um hvernig verja skyldi frídegi verslunarmanna, ...komu
fram ýmsar tillögur, og dóu þær flestar í fæðingunni eða að
þeim var stungið undir stól og jafnvel sumar gargaðar niður,
eins og tillaga frá ritara um að ríða upp í Tröllabotna."
Ég held að pabbi hafi talað íslensku sæmilega, en þó komu
ýmsar setningar, sem þóttu sérkennilegar, og ýmsar sögur eru
enn í gangi, sem heimfærðar eru upp á Michelsen. Dönsku tal-
aði hann ekki oft, og lærðum við börnin ekki dönsku af hon-
um. Þrír danskir apótekarar voru á Króknum. Fyrst Lindgren
1921-28. Hann var kvæntur íslenskri konu, Jóhönnu Magnús-
dóttur. Þá kom Sörensen og var til 1931, kvæntur danskri
konu. Þeir fluttu báðir til Danmerkur með fjölskyldur sínar.
Svo kom Ole Bang 1931 og var til æviloka 1969- Hann varð
ágætur Islendingur og Skagfirðingur og sú fjölskylda öll. Þess-
ir apótekarar komu oft til pabba og töluðu dönsku nema Ole
Bang, þeir ræddu saman á íslensku. Þeir voru orðnir Islending-
ar í orðum og verkum. Minna, kona Ole, býr ennþá á Sauðár-
króki ásamt flestum niðjum sínum, og eru öll miklir Skagfirð-
ingar. Það var vitað á Króknum, að Ole gekk að jafnaði seint til
sængur, og að sama skapi fór hann seint á fætur. Hann kom oft
til pabba seinnipart dags, og sögðu nú gárungarnir að nú væri
Óli að fara í morgunkaffi til Mikka!
Pabbi skrifaði svokallaða „skáskrift" og voru margir sem ekki
36
j