Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 42
SKAGFIRÐINGABÓK
við grannt með þessum stórviðburði, sem varði í nokkra daga.
Við vorum mikið í portinu í sláturhúsinu með norsku varð-
mönnunum, er gættu skipsins, og var oft glatt á hjalla.
Meira þurfti að gera. Byggja alvöru höfn. Umræðurnar í búð-
inni hjá pabba héldu áfram. Það var bara skipt um umræðu-
efni. Nú var það hafnargarður, er var mál málanna. Pabbi hélt
því fram, að öldubrjóturinn vísaði of mikið í suður. Göngu-
skarðsáin og norðangarrinn kæmu til með að fylla höfnina af
sandi. Reynslan af öldubrjótnum hafði sýnt þetta. Það sannað-
ist betur síðar.
Snemma á árinu 1935 var kosin hafnarnefnd, er tók fljótlega
til starfa. Að vísu hafði ýmislegt verið gert til undirbúnings
ha'fnargerð, eins og t.d. að mæla upp og rannsaka hafnarsvæðið,
og gerður hafði verið nýr vegur út á Eyri. Finnbogi Rútur
Þorvaldsson prófessor mældi höfnina 1928. En svo skall
heimskreppan á, og ekki varð af frekari framkvæmdum í bili.
En svo kom að því að verkið hófst, og var hafnargarðurinn
gerður 1937—39- Þetta gerbreytti allri aðstöðu til útgerðar, en
pabbi átti eftir að gerast allumsvifamikill í útgerðarmálum
Króksara á þeirra tíma mælikvarða.
Mikil og almenn ánægja var á Sauðárkróki, er ráðist var í það
stórvirki að byggja varanlegan hafnargarð. Fyrir utan þá pen-
inga, er opinberir aðilar greiddu til hafnargarðsins, sem var
rætt um sem hafskipabryggju, voru hafin samskot meðal Skag-
firðinga. Margir gáfu verulegar fjárhæðir í peningum og dags-
verkum, sem varð og til þess að létta á útgjöldum hreppsfé-
lagsins.
Þegar ég lít til baka til hafnargerðarinnar, kemur upp í huga
minn atvik, sem sýnir, að það var ekki alltaf létt að vera einn af
Mikkastrákunum. Við bræðurnir fengum stundum ekki vinnu
á uppvaxtarárum okkar, beinlínis af því við vorum synir
Mikka. Því var slengt á okkur: „Pabbi ykkar er auðvald, og
getur séð fyrir ykkur. Þið eigið ekki að taka vinnu frá verka-
lýðnum.“ Árið 1933 krafðist verkamannafélagið þess að fá for-
40